Skírnir - 01.09.1995, Page 24
294
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
Enn hvór er sá sem Umbreitt hefur? er það Byskupinn eða Justitsráðið?
Sá síðari er þó víst ecki sú persóna, sem konúnglig hátign í Instrúkxtion-
inni fyrir Byskupana á Islandi af lta Júlii 1746 art. 93 (:nema hún sé upp-
hafinn!:) skipar: að ásamt með Biskupi skuli Umdæma, hvórt ein andleg
Bók sé uppbyggileg fyrir landið eður ecki.
Einnig er athyglisvert að í formála ritgerðarinnar setur séra Jón
fram reglur um andlegan kveðskap sem kveða á um að skáldin
varist „of einstakar og sérligar tilfinningar" og haldi sig frekar á
almennum nótum. Reglur þessar gefa til kynna að Jón vilji sporna
við allri tilfinningasemi í sálmaskáldskapnum. Hann segir að með
tilliti til orðalagsins beri skáldum að varast,
Tilgjorð og leik í skáldskapnum, sem ecki á eins vel við þá heilogu
alvoru, með hvorri andligir Saungvar heyrast og framberast eiga fyrir
guði, og getur þessvegna á sagðan hátt spillt andagtinni, einkum þegar af
því hlýtur, að meiningin verður óljósari og tvíræðnari, en vera skylldi.
Jafnframt segir Jón að í tilliti til „Efnisins" og „Þánkanna" skuli
skáldið forðast „of Sansaligar og ónáttúruligar Líkíngar, sem
hræra tilfinníngar á skinseminnar kostnað hvílíkar fæða af sér tíð-
um falska andagt fyrir sannarliga". Þótt séra Jón sé nýjungamað-
ur hvað varðar höfundarrétt virðist hann hafa verið afturhalds-
samur í skáldskaparefnum, ekki síður en í trúmálum. Reyndar
eru slíkar mótsagnir og ósamræmi í viðhorfum einstakra manna
einkennandi á upplýsingaröldinni. Flestir þeir höfundar sem hér
hefur verið fjallað um hafa að einhverju leyti tileinkað sér viðhorf
og hugsun nýs tíma en halda um leið fast í gamlar kreddur.
Andmæli séra Jóns gegn hinum tilfinningaþrungna skáldskap
segja okkur að slíkur kveðskapur hefur átt nokkru fylgi að fagna
þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sér marga mikilsmegandi tals-
menn á átjándu öld. Þess var heldur ekki langt að bíða að róman-
tíska stefnan ryddi sér til rúms með nýjum áherslum, með hinum
sjálfhverfa skáldskap sem var andstæða hins þjóðfélagslega og
trúarlega fræðsluskáldskapar upplýsingarinnar. í bókmenntum
rómantíkurinnar réðu tilfinningin og ímyndunin ríkjum.
Sá sem boðaði hin nýju skáldskaparviðhorf hvað ákafast í
upphafi nítjándu aldarinnar var raunar upplýsingarmaðurinn