Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 25
SKÍRNIR
TILURÐ HÖFUNDARINS
295
Magnús Stephensen (1762-1833). Magnús var nánast einvaldur í
íslenskum menningarheimi í hartnær fjörtíu ár eða frá því hann
tók við stjórnun prentsmiðjunnar á Leirárgörðum árið 1795 til
dauðadags. Hann deildi mjög hart á samtímaskáldskap, bæði ver-
aldlegan og andlegan og má sjá dæmi þess í eftirfarandi klausu úr
formála hans að bókinni Skémtilegri Vina-Gledi frá 1797. Þar
ræðir hann um að þau ljóð sem birtast í bókinni séu ætluð til að
breiða út betri skáldskaparsmekk en sé ríkjandi á meðal þjóðar-
innar, bæði í andlegum og veraldlegum ljóðum, og telur raunar
að hinn nýi smekkur falli ekki öllum í geð:
mun þeim víst midur gédiast, sem í qvedskap aldrei leita ad efni, né
skarpvitrum, meiníngar-fullum og snotrum þaunkum, heldur láta sér
nytina nægia þó kiarnann vanti, og fást ei um, þó bogur og rímur velli af
marklausu þvættíngs bullu, stagli, meiníngarlausum hor-tittum og
heimsku kéníngum, hafi leir-veltan ad eins veniulegt útvortis bragar-
form, einkum dýrt og í morgum samstædum skéllandi í eyrum, þegar
þessum en ei skynsemi og gáfum skémta skal. Hiá hinum vona eg bædi
mildari og merkari dóms.32
Rúmum tuttugu árum síðar ritaði Magnús stutta grein í tímarit
sitt, Klausturpóstinn, sem hann nefndi „Um Snilld í Graf-
minníngum og Skáldmælum". Með greininni vildi Magnús kenna
löndum sínum sitthvað um skáldskap en honum þótti nokkuð
hafa skort á smekk og fegurðarskyn þeirra sem höfðu sent hon-
um yrkingar sínar til birtingar. Skáldum til eftirbreytni setti hann
því fram forskrift að góðum skáldskap sem átti að vera fullur af
„kjarnmiklum, snotrum og samanfergdum þaunkum, opt sem
fóstrum vídforullar, stundum flughárrar og djúpsærrar hug-
myndunar hofundsins".33 Hér hafa hugmyndir um hinar nýju
bókmenntir eflst og mótast. Óskað er eftir tilfinningaþrungnum
skáldskap, innsæi og innlifun skáldsins og auk þess frumleika, en
eins og Magnús segir á skáldskapurinn að vera „verk skarpvit-
32 Magnús Stephensen, Skémtileg Vina-Gledi í fródlegum Samrœdum og
Liódmxlum. leidd í liós af Magnúsi Stephensen, Lagmanni yfir Nordur- og
Vestur-Logdxmi Islands. I. Bindi (Leirárgordum vid Leirá 1797, s. IX-X).
33 „Um Snilld í Grafminníngum og Skáldmælum og um ýmsar Auglýsíngar í og
med Klaustur-pósti“, Klaustur-pósturinn 3 (1820, s. 65).