Skírnir - 01.09.1995, Page 28
298
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
Tveimur árum áður en Jónas birti ritdóm sinn hafði Sigurður
Breiðfjörð reyndar sett fram svipaðar hugmyndir í stuttum en
merkilegum formála að Númarímum. Þar tekur hann undir gagn-
rýni manna eins og Magnúsar Stephensens á rímurnar. Sigurður
mælir með því að rímnaskáld leggi eitthvað til frá eigin brjósti í
kveðskap sínum í stað þess að endurskrifa eldri texta:
Ad skáldid þrælbindi ljód sín vid bókstafi sogunnar, þykir eingin naud-
syn til reka, því þá er einsætt ad lesa sjálfa hana, og hefur hann illa varid
ómaki sínu ef eckert nema samhendur hans skilja soguna frá sundurlausu
máli; hitt mætti kannské nægja ad framsetja hofud innihald sogunnar og
prýda svo eptir efnum og mætti Rímurnar med sjálfsmídudum samlík-
íngum, snillilegum Eddu greinum og snotrum þaunkum yfir tilburdi
sogunnar.37
Ljóst má vera að Sigurður hefur ekki farið varhluta af nýjum
straumum í skáldskaparfræðunum þótt ritdómur Jónasar gefi
annað til kynna.
Tómas Sæmundsson var líkast til duglegastur Fjölnismanna
við að skrifa um bókmenntir en hann er höfundur formálans að
fjórða árgangi Fjölnis þar sem fjallað er um bókmenntir og bók-
menntasmekk Islendinga.38 Þar skilgreinir Tómas hinn góða
skáldskap og segir að það sé „óbrigðult einkjenni“ að „hann sam-
svari kröfum skáldlegrar fegurðar, og sannleíkans og siðseminnar,
að því leíti, sem fegurðin í snilldarverkum þarf ætíð að stiðjast við
það hvurutveggja“.39 Einnig skýrir Tómas hvernig skáldskapur-
inn getur bæði fjallað um ytra og innra líf mannsins, „að skáldin
gjeta tekjið sjer til irkjisefnis hvurt sem þau vilja - hinn sínilega
37 „Lítill formáli“, Rímur af Núma kóngi Pompílssyni (Videyar Klaustri 1835, s.
5-6).
38 Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans kemur orðið „bókmenntir“ ekki
fyrir í rituðum heimildum í merkingunni fagurbókmenntir eða bókmennta-
texti fyrr en í fyrsta árgangi Fjölnis árið 1835: „[...] ásamt bókmenntum Islend-
ínga og fornsögu þeirra“. Öll eldri dæmi, sem eru allmörg, eru um merking-
una herdómur af bókum, það er að segja bókmenntir sem andstæða hand-
mennta. Fyrsta slíka dæmið er frá árinu 1743 og er úr líkræðu séra Vigfúsar
Erlendssonar yfir Mag. Jóni Árnasyni sem var prentuð á Hólum árið 1748:
„Ahyggiu Skoolans einnig bar, / Ydkan Book Menta jook og þar.“
39 „Fjölnir", Fjölnir 4 (1838, s. 9).