Skírnir - 01.09.1995, Page 29
SKÍRNIR
TILURÐ HÖFUNDARINS
299
heíminn eður hinn ósínilega“. Tómas lítur svo á að andinn sé
upphaflegri en efnið; hið ytra eða hið „eínstaka, sem firir sjónir
ber“ lýtur hinu innra eða „hinum almennu lögunum, sem það allt
fer eptir“. I raun leysir Tómas upp andstæður anda og efnis,
manns og náttúru. Sál og líkami eru eitt og skáldskapurinn hlýtur
því að geta fjallað jafnt um innra og ytra líf mannsins. Hér er
maðurinn í allt annarri stöðu en á átjándu öldinni; sjálfsveran er í
brennidepli, hún er miðja heimsins og allt tekur mið af henni,
ekki síst skáldskapurinn sem „ætíð [er] fólgjinn í því, að smíða af
hugviti sínu og ímindunarabli", eins og Tómas kemst að orði
(s. 10-11).
En Tómas var ekki hreinn rómantíker frekar en aðrir í hópi
Fjölnismanna. Upplýsingin átti sterk ítök í honum. í þriðja ár-
gangi Fjölnis birtist sjálfsævisögubrot séra Þorvaldar Böðvarsson-
ar sálmaskálds (1758-1836) með viðauka eftir Tómas. Þorvaldur
var aðalskáld Magnúsar Stephensens í áðurnefndri Aldamótabók
enda ötull fylgismaður skynsemistrúarinnar. I lýsingu Tómasar á
Þorvaldi má sjá flesta þá mannkosti sem prýða áttu góðan upp-
lýsingarmann: „Hann var aðdáanlega laus við öll fjötur venjunn-
ar, og allskonar hindurvitni og hleipidóma, og eínsíni þá, er aptr-
ar þekkjíngu á sannleíkanum". Ennfremur „elskaði [hann] skjin-
semina“ og vann að því hörðum höndum að „uppræta hleipi-
dóma og vanaþulur, sem nóg er af hjá almenníngji".40 Þetta eru
raunar kenningar Magnúsar í hnotskurn ef vel er að gáð. Skáld-
skaparfræðin sem Tómas boðar í viðaukanum bergmálar sömu-
leiðis hugmyndir Magnúsar; kveðskapurinn á að vera bæði skáld-
legur og fullur merkingar, hann skal hrífa en vera nytsamur um
leið. Tómas lofar mjög kveðskap Þorvaldar og telur upp þrjá
meginkosti hans; hann er fagur, hjartnæmur og sannur (s. 59-60).
Tómas (rétt eins og Magnús) blandar saman nytsemisviðhorfum
upplýsingarinnar og fagurfræði rómantíkurinnar.
I frásögn sem Tómas skrifaði um suðurgöngu sína á árunum
1832-1834 fjallar hann meðal annars um þýskar bókmenntir og
40 Tómas Sæmundsson, „Stutt ágrip af æfi Þorvaldar Böðvarssonar", Fjölnir 3
(1837, s. 61-62).