Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 34
304
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
sínum skyggnist Bjarni Thorarensen ekki „langt inn í sálarlífið;
öll hans fegurstu spakmæli eru um ytri lífskjör, en ekki um það
sálarlíf, sem bærist á bak við lífskjörin".48 Einnig kvartar hann
undan því að það standi „ógnar lítið af persónum íslenzku skáld-
anna bak við ljóð þeirra, sá eða sá vill svo fátt segja út frá sínu
innsta eðli“ (s. 89). Gesti þykir því flest íslensk skáld vanta
ástríðu. Þau nái aldrei almennilega að brjótast undan utanaðkom-
andi áhrifum, eða áhrifum frá eldri skáldskap og yrkja um sína
eigin tilfinningu; þegar að henni kemur, segir Gestur, „þá yfir-
gnæfir bergmálið úr gömlum kveðskap annarra manna hljóminn í
þeirra eigin sál“ (s. 90). Og hann bætir við: „Ef maður ætti í fám
orðum að einkenna þetta, þá gæti maður sagt, að íslenzku skáldin
ættu svo bágt með að finna sjálf sig. Þau reka sig alltaf á aðra,
þegar þau eru að leita að sjálfum sér“ (s. 90).
Þessi skrif Hannesar og Gests eru hluti af frægri deilu raunsæ-
ismanna og rómantíkera hér á landi á síðari hluta nítjandu aldar
um eðli og hlutverk skáldskapar. Af hálfu rómantíkera hafði
Benedikt Gröndal sig mest í frammi. I fyrirlestri sem hann flutti
árið 1888 fer hann hörðum orðum um skort raunsæismanna á
innblæstri og sköpunargáfu og vænir þá um „tómleik í andanum":
Smámennisleg skoðun á heiminum og lífinu, þröngt og lítilmótlegt hugs-
unarsvæði, herpingsleg takmörkun andans og jafnvel andaleysi, þurrkur
og þumbaraskapur: Þetta eru einkenni realistanna.49
En það ber ekki jafnmikið í milli rómantíkera og raunsæismanna
og Benedikt vill vera láta. Gestur rekur til dæmis skáldskapargáf-
una til náttúruaflanna eins og Benedikt: „Skáldgáfan er eins og
leiftrið, í raun réttri ekkert nema náttúru-kraftur, stór og fagur
eins og hafið og áhrifamikill eins og stormurinn eða ljósið."50
Ennfremur lítur Gestur á sjálfsveruna sem möndul skáldskapar-
ins; þetta kemur glögglega fram þegar hann talar um meðgöngu-
tíma skáldverks:
48 Gestur Pálsson, „Nýi skáldskapurinn“ (s. 78).
49 Benedikt Gröndal, „Um skáldskap", Rit. Annað bindi (1982, s. 153).
50 Gestur Pálsson, „Nýi skáldskapurinn" (s. 90).