Skírnir - 01.09.1995, Page 35
SKÍRNIR
TILURÐ HÖFUNDARINS
305
Skáldskapurinn er fólginn í því, að skáldin taka á móti ytri áhrifum, lifa í
þeim þangað til þau eru orðin svo að segja að þeirra eigin holdi og blóði;
hér af leiðir, að listaverk í skáldskap verða íklædd skáldanna eigin innsta
eðli. [...] Persónuleg ástríðu-hríð er skilyrði fyrir fæðingu listaverksins.
(s. 90)
Rómantísk (ídealísk) áhrif á Gest eru því óumdeilanleg. Það sem
þó skilur að hugmyndir Gests og Benedikts um skáldið og skáld-
skapinn er sú áhersla sem Gestur leggur á skynsemina en hana
telur hann mikilvægan og jafnvel nauðsynlegan þátt í skáldskapn-
um, ekki síður en tilfinninguna. Hann deilir til dæmis hart á
Benedikt fyrir að það skorti tilfinningu í skáldskap hans en þó
enn frekar skynsemi. Gestur ber Benedikt saman við Bjarna
Thorarensen í þessu tilliti; þykir honum hvorugur þeirra vera
mjög gott skáld en annar þó sínu verra:
Hvað hátt sem Bjarni flýgur, þá fylgja bæði skynsemi og tilfinning flugi
hans; það eina, sem að er, er, að hann flýgur svo hátt, að hann sér ein-
tómar missýningar. En í hugmyndaflugi Gröndals kemur það oft fyrir,
að tilfinningin veitir honum lítið fylgi og skynsemin enn minna; hann sér
ekki missýningar, heldur bara eintóma þoku. Ofgar Bjarna eru rómantík
og öfgar Gröndals eru gandreið. (s. 81)
Skrif þeirra Gests Pálssonar og Hannesar Hafstein benda til
að áherslan á sjálfsveru höfundarins hafi ekki minnkað á raunsæ-
istímanum, þær verða einungis aðrar. Enda þótt höfundurinn
verði aftur hluti af heild eins og á upplýsingaröld varðveitir hann
persónuleika sinn; samfélagsvitundin kaffærir ekki sjálfsvitund-
ina. Ennfremur líta bæði rómantíkerar og raunsæismenn á höf-
undinn sem miðstöð merkingarinnar. Raunsæismenn kvarta jafn-
vel undan því að rómantísk skáld leggi ekki nægilega mikið upp
úr því að opinbera sálarlíf sitt og gera sig að viðfangi verka sinna.
Kenningar raunsæismanna um skáldskap staðfesta því tilurð höf-
undarins og tilveru hans sem upphafs og miðju alls skáldskapar.51
51 Nánari umfjöllun um hugmyndir raunsæismanna er í grein Jóns Karls Helga-
sonar „Tímans heróp. Lestur á inngangi Georgs Brandesar að Meginstraum-
um og á textum eftir Hannes Hafstein og Gest Pálsson", Skírnir 163 (vor
1989, s. 111-45).