Skírnir - 01.09.1995, Síða 36
306
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
Á síðari hluta nítjándu aldarinnar hefur útgáfuumhverfi höf-
undarins breyst talsvert hér á landi og frelsi hans hið ytra aukist
nokkuð.52 Skáld eru orðin meðvitaðri um hlutverk sitt í mann-
legu samfélagi og vilja fá opinbera viðurkenningu á mikilvægi
sínu. Gestur Pálsson telur til dæmis nauðsynlegt að ríkisvaldið
styðji fjárhagslega við skáld því hann hafi ekki „minnstu von um
nokkurt andlegt líf, nokkra andlega framför, eða nokkra bærilega
framtíð fyrir Islendinga, fyrr en skáldin fá á einhvern hátt að
njóta sín“.53
Um þetta leyti er innra frelsi höfundarins hins vegar ótvírætt.
Höfundurinn fæst ekki lengur við hinar hefðbundnu andstæður
trúarlegra og veraldlegra viðhorfa, góðs og ills, sannleika og lygi,
heldur skynjar hann sig á mörkum þessara andstæðna þar sem
þær leysast allar upp. Hann uppgötvar að hann er í guðlausri ver-
öld, í merkingarlausum heimi sem hann verður að reyna að fylla
af merkingu. Bókmenntir þessa tímabils einkennast þannig um-
fram allt af merkingarsköpun þar sem höfundurinn, maðurinn, er
52 Eins og áður var bent á jókst útgáfa veraldlegra rita til muna eftir dauða
Magnúsar Stephensens þótt hún hafi aldrei náð því að verða blómleg á nítj-
ándu öldinni. Eftir að Viðeyjarprent var flutt til Reykjavíkur árið 1844 hækk-
aði útgáfukostnaður til muna sem hefur vafalaust skert möguleika höfunda til
að gefa út verk sín. Stjórnun Landsprentsmiðjunnar, eins og hún hét eftir
flutninginn, var og tíðum umdeild. Árið 1869 settu stiftsyfirvöldin, sem fóru
með stjórn prentsmiðjunnar, til dæmis bann við prentun greina eða ritlinga
sem ekki væru með nafni höfundar nema að fengnu leyfi þeirra. Bannið var
sett sökum þess að birst hafði höfundarlaus ritlingur þar sem borinn var út
óhróður um Benedikt Gröndal. Banninu var harðlega mótmælt í bréfi til Al-
þingis en þingmenn tóku afstöðu með stiftsyfirvöldunum og því stóð bannið
(sjá Klemens Jónsson, Fjögurhundruð dra saga prentlistarinnar á Islandi,
Félagsprentsmiðjan, Reykjavík 1930, s. 131). Með þessu banni má segja að
höfundarnafnið hafi orðið að lagalegri staðreynd. Þannig er tilurð höfundarins
hér á landi í vissum skilningi tengd því að hann varð mögulegur þolandi refs-
ingar. Landsprentsmiðjan hafði ennfremur einokunaraðstöðu, eins og forveri
sinn, en ekki lengi því að árið 1852 var stofnuð fyrsta prentsmiðjan á Akur-
eyri. Hún hlaut þó ekki réttindi á við Landsprentsmiðjuna fyrr en árið 1868.
Meðal frægra rita sem hún gaf út voru Felsenborgarsögur, sem samdar voru á
átjándu öld, en þær nutu mikilla vinsælda á meðal alþýðu þótt sumum hafi
þótt þær vera prentsmiðjunni til vansa. Prentun þessa „reyfararómans" árið
1854 sýnir hins vegar vel breytt viðhorf útgefenda til veraldlegs og alþýðlegs
skáldskapar um og eftir miðja nítjándu öld.
53 „Nýi skáldskapurinn“ (s. 94-95).