Skírnir - 01.09.1995, Síða 37
SKlRNIR
TILURÐ HÖFUNDARINS
307
miðlægur. Skáldskapurinn snýst um höfund sinn eins og jörð um
sólu. „Andinn hlýtur að vera í öllu“, sagði Benedikt í fyrrnefndri
ritgerð sinni og hafði í huga að maðurinn ljær orðunum og heim-
inum öllum merkingu, „að afl orðanna liggur eigi eingöngu í
hljóði, heldur sjer í lagi í hinu innra djúpi, sem líkaminn og skiln-
ingarvitin ekki ná til; þetta djúp er hin óskynjanlega sál
mannsins".54
Af því sem hér hefur verið rakið má ljóst vera að hugmyndir
manna um skáldið hafa tekið stakkaskiptum frá því sem var á átj-
ándu öld, maðurinn sem skapandi sjálfsvera er fullmótaður þegar
hér er komið sögu. Höfundurinn er fæddur; höfundurinn sem
upphaf orðræðu, miðstöð merkingar, alveldið sem allur texti lýt-
ur.
Eftirmáli
Árið 1969 birti Michel Foucault grein þar sem hann reyndi að
svara spurningunni: Hvað er höfundur?55 Greinin var skrifuð
sem eins konar varnarrit fyrir Orð og hluti þar sem mönnum
þótti Foucault hafa vanrækt að skilgreina höfundinn. Greinina
má þó einnig skoða sem svar við eða framhald á þeirri umræðu
sem landi Foucaults, Roland Barthes, hafði tekið upp í frægri
grein sinni, „Dauði höfundarins", ári áður. I henni boðaði
Barthes hvarf höfundarins úr bókmenntunum. Þetta hvarf taldi
hann að myndi geta af sér nýjar bókmenntir sem hann kallaði
skrif en þau eru það „hlutlausa, margþætta og dulda svæði þar
sem sjálf okkar rennur undan, það svart-hvíta þar sem sérhver
sjálfsmynd er horfin, einkum þó sjálfsmynd þess sem skrifar“.56
I grein sinni reyndi Foucault hins vegar að sýna fram á hvers
vegna það hefur reynst jafn erfitt fyrir bókmenntirnar að sætta
54 Benedikt Gröndal, Kvœði og Nokkrar greinir um skáldskap ogfagrar menntir
(s. 56).
55 „What is an Author?", Language, Counter-Memory, Practice (s. 113-38; á
frummálinu, „Qu’est-ce qu’un auteur?“, 1969).
56 „Dauði höfundarins", Spor í bókmenntafrœði 20. aldar. Frá Shklovskíj til
Foucault, Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir
ritstýrðu (Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands, Reykjavík 1991, s. 173).