Skírnir - 01.09.1995, Page 41
SKÍRNIR
JEG ER 479 DÖGUM ÝNGRI EN NILLI
311
sjálfsævisöguna er aftur á móti sá að höfundurinn tekur saman
með eigin orðum það sem hann telur markverðast við ævi sína.
Slík samantekt veitir almennan skilning á æviferli fólks.
Ein er sú heimild sem gefur til kynna í meiri smáatriðum og
með beinni hætti en flestar aðrar heimildir hvernig alþýða manna
tekst á við hversdagslífið, en það er dagbókin. Þegar best lætur
getur hún veitt ótrúlega nákvæma sýn á veruleika fólks og þá
einkum þess einstaklings sem bókina hélt. Annar kostur góðrar
dagbókar er að hún nær gjarnan yfir langt tímabil; mánuði, ár eða
jafnvel áratugi. Sjaldgæft er að einstaklingar hafi þolinmæði til að
færa daglega inn helstu atburði í lífi sínu. Mikilvægast er þó að
dagbókin er skrifuð frá sjónarhóli einstaklingsins. Höfundurinn
þarf aldrei að setja sig í sérstakar stellingar til að tjá skoðanir sínar
enda skrifar hann dagbókina fyrst og síðast fyrir sjálfan sig. Til-
gangur skrifanna er í flestum tilfellum að koma vissu skipulagi á
lífið og líðandi stund. I raun fæst dagbókarhöfundur oft við eitt
flóknasta form tilverunnar sem er samspil manna og umhverfis.
Dagbókin gefur okkur tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim
einstaklingsins og kynnast því hvernig hann hugsaði um sam-
hengi lífs síns.3
Ólíkt því sem átt hefur sér stað víða erlendis hafa fáar dag-
bækur verið rannsakaðar hér á Islandi og engar hafa verið gefnar
út í heild sinni. Nokkrir sagnfræðingar hafa þó veitt þessari
óvenjulegu heimild athygli. Bergsteinn Jónsson birti athyglis-
verða grein í tímaritinu Sögu árið 1975 þar sem hann rakti efni
dagbókar Jóns Jónssonar frá Mjóadal.4 Þá hefur Margrét
3 Alan Macfarlane fjallar um þessa og aðra þætti sem einkenna dagbækur í frá-
bærri bók sem ber nafnið: The Family Life of Ralph Josselin. A Seventeenth-
Century Clergyman. An Essay in Historical Anthropology (New York,
Cambridge University Press, 1970), bls. 3-11. Sjá einnig Lindu A. Pollock,
Forgotten Children. Parent-child relations from 1500 to 1900 (New York,
Cambridge University Press, 1983), bls. 68-91.
4 Bergsteinn Jónsson, „Mannlíf í Mjóadal um miðja 19. öld eins og það kemur
fyrir sjónir í dagbók Jóns Jónssonar frá Mjóadal." Saga XIII (1975), bls. 106-
51. Framhald af þessari grein birtist síðan í tveimur öðrum árgöngum Sögu:
XV (1977), bls. 75-109; XVIII (1980), bls. 49-76. í síðari greinunum er einkum
sagt frá dvöl Jóns í Vesturheimi.