Skírnir - 01.09.1995, Page 42
312
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
Guðmundsdóttir unnið með dagbók Elku Björnsdóttur sem
skrifuð var að mestu leyti í Reykjavík á árunum 1915-1923. Mar-
grét hefur ekki enn birt niðurstöður sínar nema að litlu leyti í
stuttri en skemmtilegri grein í Nýrri Sögu.5 Þá má nefna að dag-
bækur einstakra manna hafa verið notaðar þegar ævisögur þeirra
voru ritaðar. Þar á meðal er bók Gunnars M. Magnúss, Skáldið á
Þröm, en hún er nær alfarið byggð á dagbókum Magnúsar Hj.
Magnússonar.6
Með tilliti til þess hve lítið dagbækur hafa verið rannsakaðar á
Islandi mætti ætla að fáar hafi varðveist eða að dagbókariðjan hafi
ekki verið útbreidd hér á landi. Sú er þó ekki raunin. Skráðar
dagbækur í vörslu Handritadeildar Landsbókasafnsins eru rétt
um 100 talsins, en að auki eru margar dagbækur varðveittar í hér-
aðsskjalasöfnum um land allt. Þessar heimildir eru eðlilega mjög
misjafnar að allri gerð og stærð.7 Það var einmitt í Handrita-
deildinni sem ég rakst á dagbók Halldórs Jónssonar sem kenndur
hefur verið við Miðdalsgröf við Steingrímsfjörð í Strandasýslu.
Fljótlega kom í Ijós að um var að ræða einstaka heimild sem er
um margt ólík þeim dagbókum sem nefndar hafa verið hér að
framan.8 Þegar síðum dagbókar Halldórs er flett er engu líkara en
5 Margrét Guðmundsdóttir, „Alþýðukona og listin.“ Ný Saga 5 (1991), bls. 16-
25. Þá gerði Bergljót Baldursdóttir útvarpsþátt byggðan á dagbók Elku sem
hún nefndi „Dagbók verkakonu“. Hann var fluttur í Ríkisútvarpinu árið 1994.
6 Gunnar M. Magnúss, Skáldið á Þröm. Ævisaga Magnúsar Hj. Magnússonar
(Reykjavík, Iðunn, 1956). Dagbók þessi er alls 4351 blaðsíða í 4to broti en
Magnús byrjaði á henni 19 ára gamall árið 1893 og hélt hana til dauðadags
1916, alls í 24 ár. Þess má geta að Magnús var fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni
Ljósvíkingi í Heimsljósi Halldórs Laxness. Annað dæmi um notkun dagbóka
við ritun ævisagna er bók Jóns Sigurðssonar, Sigurður í Yztafelli og sam-
tíðarmenn (Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1965).
7 Sjálfsagt er að hvetja fólk sem hefur í fórum sínum eigin dagbækur eða ann-
arra að ánafna þær Handritadeild Landsbókasafns eða héraðsskjalasöfnum.
Vert er að hafa í huga að engin dagbók er svo ómerkileg að ekki sé vert að
varðveita hana og eru þá dagbækur barna ekki undanskildar.
8 Að vísu er ýmislegt líkt með dagbók Jóns Jónssonar sem Bergsteinn Jónsson
rannsakaði og dagbók Halldórs en þó hefst dagbók Jóns mun fyrr á nítjándu
öldinni en bók Halldórs. Ég hef rannsakað dagbók Elku rækilega og er ljóst
að hún er af allt öðrum toga en dagbækur Jóns og Halldórs. Sjá Lbs
2234-2237 8vo. Það stafar ef til vill af því að þar hélt kona á penna sem fædd
var nokkru síðar en þeir tvímenningar og ól aldur sinn að hluta í þéttbýli.