Skírnir - 01.09.1995, Page 45
SKÍRNIR
JEG ER 479 DÖGUM ÝNGRI EN NILLI
315
Hinn 7. október sama ár sagði hann svo frá: „Babbi kom með 243
fyska sem er hluturinn hanns nilla, og 160 höfuð. og 3 1/2. fjórð-
ung af fyski sem nilli á og um 3 fjórðunga af fyski sem babbi
fjekk fyrir peisu hjá Samsyni. Jeg stakk það sem eptir var óstung-
ið af þúfum í flaginu og sljettaði dálítin renning niður. svo skrif-
aði jeg brjef til Jóns T. Magnússonar og Samúels á Brekku fyrir
Babba.“ Þessi dagbókarfærsla er einkennandi fyrir nákvæmni
Halldórs og lýsir um leið verkaskiptingunni milli þeirra feðga.
Hinn 8. febrúar 1893 sagði Halldór frá afdrifaríkum atburði.
Faðir hans ákvað að bregða búi að því er virðist í óþökk þeirra
bræðra: „Guðmundur smiður kom og ætlaði að fá bygging fyrir
Tindinum en annar jafnan fyrri fer, því babbi er búin að láta
Grím í Gröf fá lífstíðar byggingu fyrir Tindinum án okkar vilja
sona sinna hvort sem það er rjett eða ekki.“ Þetta urðu sannköll-
uð tímamót í lífi Halldórs og bræðra hans. I hönd fór tæplega tíu
ára tímabil er hann vann sem lausamaður við ýmis störf í sveitun-
um í kring og nýtti sér þar meðal annars hæfileika sína sem lista-
skrifari og vegghleðslumaður.
Faðir þeirra skipti andvirði jarðarinnar með sonum sínum og
gerðist sjálfur lausamaður. Jón lést síðan árið 1899. Halldór er
ekki margmáll í dagbókinni um dauða föður síns en í lok ársins,
14. desember 1899, gerðu þeir bræður upp eignir hans: „I dag
snemma fórum við N. br. fram að Tind, og höfum verið þar í dag,
og verðum þar í nótt. Við skiptum föðurarfi okkar, en brúkuðum
hvorki penna nje blek eða pappír. til þess. Þau urðu þannig: Af
eigum babba sál. borgaði Leifi útfarar kostnaðinn. Hann borgar
líka til prestsins og læknisins, og fær svo úrið, rúmið matleifar all-
ar, hyrslur og ílát, og 3 kindur rosknar og 6 lömb. N.br. fjekk all-
an fatnað nema einar nærbuxur og sokka, sem jeg fjekk. Ur jörð-
inni fengum við 1 1/2 hundrað hver. Jeg ætla að kaupa af N. br.
hans erfða part úr jörðinni á 100 kr. hundraðið.“
Lausamennskuárum Halldórs lauk er hann gekk að eiga Elínu
Samúelsdóttur, heimasætuna að Miðdalsgröf. Samdráttur þeirra
Elínar, eða Ellu eins og hann kallaði hana, átti sér ekki langan að-
draganda. Má vera að Halldór hafi haft annað á prjónunum í