Skírnir - 01.09.1995, Síða 65
SKÍRNIR
JEG ER 479 DÖGUM ÝNGRI EN NILLI
335
Það er næsta algengt að hjú, undir eins og þau eru almennilega vistgeng,
ráðast í hjúskap og búskap eða einhvernveginn sjálfsmennsku, án þess að
þau eigi nokkuð til. Af þessu leiðir að vinnukraptarnir verða of dreifðir,
bændur skortir hjú til að yrkja jarðir sínar, verða því að minnka bú sitt,
gjaldþolið minnkar, og fátækraskatturinn vex, af því að sumt þessa fólks
megnar ekki í inni nýju stöðu sinni að afkasta öðrum skyldustörfum en
þeim, að aukast og margfaldast, og verða því börn þeirra að fara á hrepp-
inn, stundum á öðru eða þriðja hjúskapar- árinu, eða jafnvel á því
fyrsta.62
Aðrir höfundar tóku í svipaðan streng og þóttust sjá fyrir enda-
lokin. Frelsisáráttan sem leiddi af lausamennskunni og afnámi
vistarbandsins taldist líkleg, ásamt peningalöngun og nautnafýsn,
til að kollvarpa öllu. Sem dæmi um þess konar röksemdarfærslu
má nefna grein sem birtist í Fjallkonunni árið 1891:
Að afnám ársvistarskyldunnar verði stór hvöt fyrir letingja, ráðleysingja
og óknyttakindur að taka stakkaskiptum og læra iðni, sparsemi og reglu-
semi, er varla hugsandi; þessháttar kumpánum mundi eins tamt að flakka
um iðjulausir og níðast á gestrisni bænda í lausamensku, eins og að
standa uppi í hárinu á húsbændum með illyrðum og vanþökkum, og gera
það sem þeim sjálfum best líkaði í hjúastöðu. Munaðarvörunautn og
ýmislegt ráðleysi mun ekki hindrast mikið, þótt verkafókið verði að leita
sér að atvinnu með langferðum frá einu landshorni til annars. Að vísu
sækjast sum hjú eftir að vera laus sem kallað er, en það eru sjaldnast hin
bestu, miklu heldur hið gagnstæða. Hvatirnar eru ekki altaf gróðafýsn
eða löngun eftir meiri vinnu, heldur hægðin; enn það er sannreynt, að
hægðinni fylgir sjaldan nægð gæða eða velmegun.63
Þungi þessarar umræðu beindist nær allur að lausafólki sem jafn-
an var talið einskis nýtt. Tilvist þess var byrði á samfélaginu.
Vistarskyldan var álitin hornsteinn þjóðfélagsins og nauðsynleg
fyrir þroska einstaklinga. Ungu fólki sem ekki naut leiðsagnar
húsbænda (vel fram á þrítugs aldurinn) var líkt við villuráfandi
sauði. Að hliðra sér hjá þessari skyldu kallaði aðeins á upplausn
og ringulreið á öllum vígstöðvum.64
62 Þórður Guðmundsson, „Um þurfamenn og öreigagiptingu." Suðri 7. júlí,
1884, bls. 69.
63 „Annmarkar á afnámi vistarbandsins." Fjallkonan 15. desember, 1891, bls.
201.
64 Um stöðu vinnuhjúa, lausamanna og þýðingu vistarbandsins má lesa víða í
sagnfræðiritum. Sjá t.d. Guðmund Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, bls. 15-23. Þess