Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 74
344 SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON SKÍRNIR
ásamt árlegum skýrslum presta um fædda og dána allt aftur til 1735 köll-
uðu beinlínis á slíka útreikninga. I Islenskum Sagnablöðum er mann-
fjöldi reiknaður út fyrir hvert ár 1804-16, Klausturpósturinn tók þar við
fyrir árin 1800-1826 og síðan hélt Sunnanpóstur áfram til ársins 1837.80
Hér er Guðmundur að fjalla um menntaða menn sem nýttu sér
tölfræðilegar upplýsingar, meðal annars í opinberri stjórnsýslu,
en það er einnig fróðlegt að sjá hvernig þessi talnafjársjóður hafði
áhrif á alþýðumanninn Halldór Jónsson.
Ósennilegt er að Halldór hafi stuðst við aðrar dagbækur nema
þá af afspurn. Einna nærtækast er að ætla að form annálanna
gömlu hafi verið honum fyrirmynd en þeir voru kunnir alþýðu-
fólki á seinni hluta nítjándu aldar. Erfiðara er að fullyrða nokkuð
um hvaðan hann hefur fyrirmynd að þeim efnistökum sem hann
beitti. Ljóst er að hann þekkti grein sem birtist í Nýjum
félagsritum árið 1863 en þar var gerð ítarleg grein fyrir því hvern-
ig menn ættu að halda utan um búrekstur sinn. Þar segir meðal
annars:
Þó ég sé viss um, að engri töflunni sé ofaukið, þá viðurkenni ég samt, að
þær eru ekki allar svo ómissandi, að engri megi sleppa úr fyrst í upphafi;
það er einúngis mín innilega ósk, að hver bóndi, sem vill veita búskapn-
um eptitekt, fari nú að byrja að halda nokkrar af þessum töflum, þær
sem annaðhvort eiga bezt við hans geð, eður honum sýnist að hann muni
geta haft helzt gagn eður gaman af; vonast ég þá eptir, að hann með
framtíðinni hafi það gagn eður gaman af töflunum, að hann vili ekki
hætta við þær, heldur smáfjölga þeim [...].81
Líklegt er að eitt hafi leitt af öðru. Tilvonandi dagbókarhöfundar
hafi byrjað á búreikningum og síðan tekið að skrá atburði sem
tengdust beint eða óbeint búsýslunni. Skrefið þaðan yfir í hreina
skrásetningu á hversdagslegum atburðum var stutt. Ekki er ólík-
80 Guðmundur Jónsson, „Mannfjöldatolur 18. aldar endurskoðaðar." Saga
XXXII (1994), bls. 153.
81 „Nokkrar greinar um sveitabúskap", bls. 120. Sjá einnig neðanmálsgrein 22.
Þá má einnig benda á grein sem birtist í sama riti nokkru fyrr: „Yfirlit bónda-
búskapar, eins og hann er almennt vestanlands.“ Ný félagsrit 7 (1847), bls.
178-83.