Skírnir - 01.09.1995, Page 92
362
JÓN Á. KALMANSSON
SKÍRNIR
mikilvaegara hvernig þér farnist í lífinu af einhverri ástæðu sem leiða má
af verðleikum þínum eða verðleikum lífs þíns [...]."
Því miður skýrir Dworkin ekki út hvernig við getum af þess-
ari forsendu dregið þá niðurstöðu að hið opinbera eigi að dreifa
félagslegum gæðum jafnt milli þegna sinna. Vissulega má færa
ýmis gild rök fyrir því að allir menn séu jafnir í mikilvægu tilliti;
öll erum við menn með langanir og þrár; öll viljum við lifa farsæl-
lega; öll höfum við hæfileika til að velja og hafna á eigin forsend-
um; öll erum við lítið brot alheimsins en um leið alheimurinn all-
ur, þegar líf okkar endar er það á vissan hátt heimsendir - endir
reynsluheims okkar sem enginn annar þekkir og á sér engan líka.
Fjölmargar röksemdir af þessu tagi hafa verið notaðar á sannfær-
andi hátt til að renna stoðum, til dæmis, undir grundvallar mann-
réttindi á borð við réttinn til frelsis og lágmarks lífsviðurværis.
Saga vestrænnar, kristinnar menningar er að hluta til saga af þró-
un og framgangi hugmynda af þessu tagi um jöfnuð og jafnrétti
allra manna.
Það sem aftur á móti er óvenjulegt við hugmyndir þeirra
Dworkins og Rawls um jöfnuð er hversu róttækar þær eru. Einna
helst mætti ætla að þeir líti svo á að sagan af þróun jafnaðarhug-
sjónarinnar hljóti jafnt sögulega, röklega og siðferðilega að enda
með einum allsherjar sigri, þegar algerum og endanlegum efna-
hagslegum og félagslegum jöfnuði er náð. En jafnvel þótt við
gerum ráð fyrir að hið hlutlæga gildi hverrar manneskju sé í ein-
hverjum skilningi sérstaklega mikilvægt - afstaða sem væri í sam-
ræmi við það mikla vægi sem við ætlum mannréttindum í siðferði
okkar - þá hefur enn ekki verið sýnt fram á að hið sérstaka og
ólíka gildi hverrar manneskju geti ekki gefið okkur siðferðilega
ástæðu til að umbuna fólki með ólíkum hætti.12 Það kann vel að
vera að þeir hagsmunir mínir, sem felast í að vilja lifa góðu lífi,
hafi hlutlægt gildi og það má líka vera að þeir séu mikilvægari en
11 Roland Dworkin, „In Defense of Equality", Social Pbilosopby and Policy, 1
(1983), s. 35.
12 Gregory Vlastos, sem skrifaði merka grein um jöfnuð og réttlæti fyrir rúmum
þrjátíu árum, fór ekki ólíka leið til að réttlæta efnahagslegan ójöfnuð og hér er
gert. Hann færði rök fyrir því að þrátt fyrir grundvallarjöfnuð allra manna þá