Skírnir - 01.09.1995, Page 94
364
JÓN Á. KALMANSSON
SKÍRNIR
leikurinn er sá að hugmyndin um að réttlæti feli í sér algeran jöfn-
uð er meingölluð, ekki aðeins vegna þess að hugsjónin um jöfnuð
kann að rekast á við aðrar hugsjónir sem eru mikilvægur hluti
réttlætishugsjónarinnar, heldur einnig vegna þess að sjálf jafnað-
arhugsjónin er margslungnari en jafnaðarsinnaðir heimspekingar
gefa í skyn. Hin forna jafnaðarregla Aristótelesar gerir ráð fyrir
að samband sé milli eiginleika fólks og þess hvernig koma eigi
fram við það. Grundvallarregla Aristótelesar er sú að engan mun
eigi að gera á mönnum sem eru jafnir að því leyti sem máli skipti
fyrir tiltekna meðhöndlun. Ef menn eru hins vegar ójafnir að ein-
hverju leyti sem máli skiptir varðandi tiltekna meðhöndlun eigi
þeir að hljóta meðhöndlun í samræmi við þennan ójöfnuð.
Eins og við höfum séð hafa þeir Rawls og Dworkin tilhneig-
ingu til að líta svo á að enginn mismunur milli fólks hafi siðferði-
lega þýðingu. I þeirra augum skipta aðeins þeir eiginleikar máli,
að minnsta kosti frá sjónarhóli réttlætisins, sem allir menn búa
jafnt yfir. Þetta felur einfaldlega í sér að jafnaðarreglu Aristóteles-
ar er ýtt til hliðar því hún gerir beinlínis ráð fyrir því að ólíkir
siðferðilegir eiginleikar ráði ójafnri skiptingu tiltekinna gæða.
Þannig er afleiðingin af hinni róttæku jafnaðarhyggju nokkuð
þversagnakennd. I áherslunni á fullkominn jöfnuð félagslegra
gæða felst að litið er fram hjá siðferðilega mikilvægum eiginleik-
um og athöfnum fólks. Ekki er tekið tillit til hins sérstaka í fari
þess, þess sem það gerir vel, þess sem það leggur metnað sinn, at-
orku, alúð og vilja í að leysa af hendi. Slíkur jöfnuður er í raun
óréttlátur. Hann gengur gegn virðingunni fyrir einstaklingnum
(svo gripið sé til orðalags í anda Kants), einstaklingi sem er ekki
sértekin skynsemi án margra mikilvægra mannlegra þátta heldur
holdi klædd persóna með sína sérstöku meðfæddu og ásköpuðu
eiginleika og hæfileika, tilfinningar og langanir, metnað, vit og
vilja. Að bera virðingu fyrir manneskju er ekki aðeins að bera
virðingu fyrir getu hennar til að taka skynsamlegar ákvarðanir
heldur einnig fyrir því sem greinir hana frá öðrum og gerir hana
að einstaklingi.14 Samfélag sem lítur fram hjá þessu við skipt-
14 Sjá Alan H Goldman, „Real People (Natural Differences and the Scope of
Justice)“, í Ctmadian Journal of Philosophy 17 (1987): 377-94.