Skírnir - 01.09.1995, Page 100
370
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Auk reglna um skipulag þjóðfélagsins eiga í stjórnarskrá að
vera ákvæði sem mæla fyrir um stöðu manna innan þess - og þá
einkum gagnvart ríkinu, einu viðurkenndu valdbeitingarstofnun
þjóðfélagsins. Tilgangur slíkra ákvæða er að tryggja mönnum til-
tekin lágmarksréttindi og vernd gegn hugsanlegum ágangi vald-
hafa. Þessi réttindi eru kölluð mannréttindi eða grundvallarrétt-
indi. Oftast eru ákvæðin í sérstökum kafla stjórnarskrár, en
stundum í yfirlýsingum eða réttindaskrám sem standa sjálfstæðar
og hafa sama gildi og stjórnlagaákvæði.11 stjórnarskrá Islands eru
mannréttindaákvæðin í 6. og 7. kafla mikilvægust. Þar er sá háttur
á hafður eins og almennt í stjórnarskrám nútímans að skráðar eru
yfirlýsingar um þau réttindi sem mikilvægust teljast hverju sinni
og sérstök ástæða hefur þótt til að verja. Hér má nefna ákvæði
sem tryggja trúfrelsi, persónufrelsi, friðhelgi heimilis, friðhelgi
eignarréttar, atvinnufrelsi, framfærslurétt, prentfrelsi, félagafrelsi
og fundafrelsi.
Hvernig eru mannréttindi tryggð ?
í breytingum þeim sem lögleiddar voru með stjórnskipunarlög-
um nr. 100/1995 er haldið áfram á þessari braut, en ýmsu aukið
við - sumu að gefnu tilefni, en öðru án sýnilegrar ástæðu. Þótt
ákvæðin stefni öll að einu marki, að tryggja réttindi þjóðfélags-
þegnanna, eru þau ekki í sama búningi. Fyrst má nefna ákvæði
þar sem orðuð er almenn yfirlýsing um tiltekin réttindi manna,
svo sem að allir eigi rétt á að stofna trúfélög og að allir skuli eiga
rétt á almennri menntun. Því næst eru ákvæði sem geyma al-
mennar yfirlýsingar um stöðu manna í þjóðfélaginu, eins og að
allir skuli vera jafnir fyrir lögunum og að öllum skuli frjálst að
stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þá koma ákvæði sem reisa rík-
isvaldi skorður í því skyni að tryggja rétt þjóðfélagsþegnanna og
má sem dæmi nefna að engan megi svipta frelsi nema samkvæmt
1 Þannig er mannréttindayfirlýsing frönsku stjórnarbyltingarinnar frá 1789
sjálfstætt plagg og í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1787 er réttindaskráin í
sérstökum viðauka sem tók gildi 15. desember 1791.