Skírnir - 01.09.1995, Page 102
372
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Að ríkisvald sæti í eðli sínu engum takmörkunum.3 Með við-
urkenningu mannréttinda og lýðfrelsis sammœlist menn hins veg-
ar um eða samþykki á annan hátt að draga ákveðna þætti mann-
lífsins undan lögsögu stjórnarstofnana ríkisins. Þeir eru þá lagðir
á vald þegnanna sjálfra eða seldir í hendur samtökum eða stofn-
unum utan ríkisvaldsins, svo sem kirkju, stjórnmálaflokkum eða
hagsmunasamtökum. Um þessi svið hlutist ríkið alls ekki eða sem
allra minnst. Ríkisvald í víðtækasta skilningi er þá takmarkað við
það sem samþykkt er á hverjum tíma.
I báðum þessum tilfellum er vald ríkisins takmarkað, annað-
hvort í eðli sínu og er það í samræmi við þær hugmyndir sem búa
að baki eðlis- eða náttúruréttinum, eða eftir samkomulagi og er
það í samræmi við þær hugmyndir sem búa að baki vildarréttin-
um.4
3 Þessi kenning er algerlega andstæð ríkjandi kenningum á miðöldum um eðli
ríkisvalds eins og síðar verður vikið að, en hennar verður fyrst vart á síðmið-
öldum. Áhrifamesti formælandi hennar var Thomas Hobbes (1588-1679) sem
setti hana fram í riti sínu Leviathan (1651). Náin tengsl eru milli alræðis og
vildarréttar. Reynt er að draga úr áhrifum alræðishugmynda með því að
tryggja að ákvarðanir séu teknar lýðræðislega og með því að veita lagaákvæð-
um misjafnt vægi eftir því hversu mikið er lagt í setningu þeirra þannig að
stjórnlagaákvæði gangi framar almennum lögum og lög framar reglugerðum.
Leitazt er við að takmarka vald með því að tefla einu valdboði gegn öðru.
4 Hugmyndir um að ríkisvald sé í eðli sínu takmarkað eru sóttar til eðlisréttar-
ins eða náttúruréttarins. Megininntak þessara hugmynda er að ofar allri lög-
gjöf, sem menn setja, gildi óumbreytanleg lög sem verði ekki haggað með
neinu valdboði. Lögin eigi sér stoð í vilja guðs eða eðli manna, einkum skyn-
semi. Hugmyndir af þessu tagi voru ráðandi á miðöldum í ýmsum myndum.
Þegar ríkisvald efldist innan þjóðríkja ruddu sér smám saman til rúms þau
viðhorf að vald þjóðhöfðingjans og síðar hins ópersónulega ríkis lyti litlum
sem engum takmörkunum. Þar af leiddi að sjálft ríkisvaldið taldist ótakmark-
að, ríkið var „fullvalda" í bókstaflegum skilningi þess orðs. Valdið er þá í
höndum „fullvaldsins" sem getur verið einn maður eða hópur manna. Umboð
sitt til að stjórna getur fullvaldurinn sótt víða; til guðs, til hefðar (erfða), til fá-
menns valdahóps eða landslýðsins alls. Handhafi fullveldisins er ekki bundinn
af neinum reglum sem kenna má við eðlisrétt; hann getur sett lög hvernig sem
honum þóknast þótt auðvitað megi leggja á þau pólitískan og siðferðilegan
mælikvarða. Takmörkun á þessu valdi er ekki á neinn hátt „eðlislæg“, heldur
bundin ákvörðunum sem teknar eru á hverjum tíma. Lög eru þá mannasetn-
ingar sem menn geta farið með að vild og af því er dregið heitið vildarréttur,
en á flestum tungum Evrópu er notað orðið „pósitívismi“ í ýmsum myndum.
Stefnur sem við hann eru kenndar geta birzt á margvíslegan hátt, en það sem
sameinar þær er að eðlisréttarhugmyndum er hafnað.