Skírnir - 01.09.1995, Side 109
SKÍRNIR
STJÓRNARSKRÁ OG MANNRÉTTINDI
379
Afleiðing þessa misvægis hagsmuna verður þá sú að þeir sem
láta sig mannréttindi almennt varða missa heildarsýn og ganga
sérhagsmunahópunum á hönd, vitandi og óafvitandi, en tækifær-
issinnaðir stjórnmálamenn elta hópana á víxl í von um stundar-
fylgi. Þannig þoka almannahagsmunir smám saman fyrir sérhags-
munum og ríkisvald sem á að gæta almannaheilla missir mátt til
að verjast þessum ágangi og miðla málum milli hinna ólíku hags-
muna, ekki sízt að rétta hlut þeirra sem minnst eiga undir sér.
Almenn mannréttindi verða sérréttindi þeirra sem hafa völd og
áhrif; mannréttindin snúast í andhverfu sína.18
stéttir eins og meinatæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar.
Önnur verkföll og aðrar „aðgerðir" hafa að sjálfsögðu truflað starfsemi bæði
skóla og heilbrigðisstofnana, svo sem verkföll ræstingarfólks. Þetta yfirlit veit-
ir aðeins ófullkomna vísbendingu um áhrif verkfallsaðgerða, en rúmið leyfir
ekki rækilegri greinargerð. „Neyðarþjónusta" tryggir engan veginn rétt sjúk-
linga. Því veldur meðal annars að vandi er að afmarka „neyð“; aukið vinnuálag
og spenna eykur hættu á mistökum og hlýtur að hafa slæm áhrif á sjúklinga.
Athygli vekur að áður fyrr voru sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir frið-
helgar í verkföllum og stéttarfélög veittu þeim viðstöðulítið undanþágur.
18 Landssamtökin Heimili og skóli beindu meðal annars þeirri fyrirspurn til um-
boðsmanns barna í erindi, dagsettu 14. febrúar 1995, hvort það væri „brot á
mannréttindum barna að loka skólum vegna verkfalla". í svari hans, dagsettu
13. marz 1995, var tekið fram að annars vegar væri um að ræða lögvarinn rétt
kennara til að leggja niður vinnu og hins vegar lögákveðna skólaskyldu barna
og rétt þeirra til menntunar. Síðan sagði: „Augljóst er að þessi réttindi eru
ósamþýðanleg. Við aðstæður sem þessar hefur það sjónarmið verið ríkjandi að
hinn sértæki réttur, í þessu tilviki réttur kennara til að gera verkfall, gangi
framar hinum almenna rétti, þ.e. skólaskyldu barna og rétti þeirra til mennt-
unar, því að öðrum kosti væri hinn sértæki réttur, verkfallsrétturinn, þýðing-
arlaus.“ Þetta svar er í samræmi við almenn viðhorf og varpar skýru ljósi á það
að réttindagreinar tryggja sérréttindi umfram almennan rétt.
Á sama hátt gengur verkfallsrétturinn framar rétti manna til vinnu, sem bezt
má marka af því að verkföll fámennra, oftast vellaunaðra starfshópa njóta
stuðnings verkalýðshreyfingarinnar þótt þau stofni atvinnuöryggi annarra
launþega í hættu. Þetta má marka af ítrekuðum vinnustöðvunum flugliða.
Launþegasamtök fordæma viðleitni flugfélaga við að halda starfsemi gangandi
jafnvel þótt stéttarfélögin sem standi að vinnustöðvuninni gangi þvert á meg-
instefnu stærstu launþegasamtakanna um launajöfnuð og stöðugleika. Þvi' er
borið við að það sé tilræði við verkalýðshreyfinguna að gengið sé í störf verk-
fallsmanna, en ekkert hugað að því hvaða málstað sé verið að styðja. Stuðning-
ur við verkföll ætti auðvitað að ráðast af því hvort þau þjónuðu heildarhags-
munum eða ekki. Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar kosið að verja sérhags-
muni á kostnað almannahagsmuna með úrelt sjónarmið að leiðarljósi.