Skírnir - 01.09.1995, Page 112
382
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
hópanna sem verða því illvígari sem ríkisvald er veikara - við tek-
ur alræði þrýstihópanna. í slíku þjóðfélagi er engin trygging fyrir
mannréttindum. Ef hemja á þrýstihópana verður ríkið að auka
íhlutun sína og þá er hætt við að frelsisréttindin skerðist. Að
þessu verður nánar vikið síðar.
Að leggja frelsið til grundvallar
Miðaldamenn lögðu frelsi og sjálfstæði til grundvallar stjórnskip-
aninni - að vísu ekki almennt lýðfrelsi þegnanna eins og er í þeim
ríkjum þar sem lýðræði er í heiðri haft, heldur frelsi og forrétt-
indi valdastéttanna. Hugtakið frelsi merkti upphaflega lausn und-
an ánauð eða þrældómi, en síðar lausn undan ásælni ríkisvalds
sem einkum beindist að heimtu skatta og sekta. Jafnframt var
orðið notað til að auðkenna þá þjóðfélagshópa og stofnanir,
kirkju og aðal, sem nutu slíkra réttinda. I stjórnmálaátökum var
með orðinu frelsi skírskotað til venjuhelgaðrar réttarstöðu þess-
ara aðila og þá sérstaklega til forréttinda þeirra. Að öðru leyti
beindist athygli stjórnspekinga miðalda ekki að réttindum, heldur
skyldu manna við herra sinn, kirkju og guð.21 Hugmyndir um
einstaklingsbundinn rétt (droits subjectifs) náðu fyrst viðurkenn-
ingu með eðlisréttarkenningum þeim sem mótaðar voru á 17. og
18. öld.22 Við konungstekju hétu þeir sem mestu réðu í þjóðfélag-
inu konungi trúnaði og hollustu, en tóku jafnframt af honum lof-
orð sem aðallega voru tvíþætt: Annars vegar að virða öll áunnin,
hefðbundin réttindi og hlíta fornum lögum og hins vegar að fella
rétta dóma og koma lögum yfir brotamenn. Stjórnskipan þjóðfé-
lagsins hefur þannig einkenni sáttmála eins og íslenzka þjóðveld-
ið ber glögglega með sér. Þótt hér ættust við valdahópar og öll
21 Stanley I. Benn: „Rights“. The Encyclopedia of Philosophy. Ritstjóri Paul Ed-
wards. Sjöunda bindi. Macmillan Publishing Co., Inc. & The Free Press. New
York og London 1967, bls. 195-99. Jerker Rosén og Kauko Pirinen: „Frálse“.
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder IV. Bókaverzlun ísafoldar.
Reykjavík 1959, d. 670-95. J. C. Holt: Magna Carta. Cambridge University
Press. Cambridge 1965, sjá m.a. bls. 19 o. áfr.; 63 o. áfr.
22 René David og John E. C. Bierley: Major Legal Systems in the World Today.
Stevens & Sons. London 1968, gr. 29.