Skírnir - 01.09.1995, Page 113
SKÍRNIR
STJÓRNARSKRÁ OG MANNRÉTTINDI
383
alþýða manna kæmi lítt við sögu má ætla að þetta megi hafa til
marks um það almenna viðhorf að vald væri í eðli sínu takmark-
að. Að því leyti hafi þessi skipan mála verið þegnum þjóðfélags-
ins hagstæð. A hitt er að líta að stjórnarfar einkenndist jafnframt
af öryggisleysi og ringulreið sem bitnaði að sjálfsögðu á öllum.23
Gamli sáttmáli Islendinga við Noregskonung frá 1262-1264
virðist hafa þá sérstöðu að með honum afsala íslenzkir höfðingjar
berum orðum fornu frelsi sínu og gangast undir skyldur við kon-
ungsvaldið. Þeir játa konungi ævinlegan skatt, sem tiltekinn er,
land og þegna gegn ákveðnum skilyrðum. Mikilvægust þeirra eru
að konungur láti Islendinga ná friði og íslenzkum lögum, eins og
það er orðað í sáttmálanum.
Hér birtast sömu grunnhugmyndir og í hliðstæðum sáttmál-
um erlendum, en sá er munur á að Gamli sáttmáli er einhliða yfir-
lýsing en hinir erlendu, sem venjulega eru kallaðir handfestur, eru
tvíhliða.24 I sáttmálanum lýsa bændur - og þar er átt við betri
bændur - einhliða yfir því hvaða skyldur þeir taka á sig. Skilyrðin
sem þeir setja eru síðan orðuð án þess að neitt loforð fylgi af
hendi konungs. I hinum erlendu sáttmálum virðist trúnaðar- og
þegnskyldan ekki hafa verið orðuð berlega, en loforð konungs
hins vegar rækilega njörvuð niður.25 Ástæðan er sú að íslendingar
töldu sig ekki þegna konungs í þeim skilningi sem gert er ráð fyr-
ir í Gamla sáttmála og því gengju þeir ekki konungi á hönd öðru
23 Sigurður Líndal: „Lög og lagasetning í íslenzka þjóðveldinu". Skírnir. Tímarit
Hins íslenzka bókmenntafélags 158 (1984), bls. 121-58.
24 Um þetta eru ekki allir á einu máli. Björn Magnússon Ólsen var þeirrar skoð-
unar að konungur hefði í bréfi gengið að skilyrðum íslendinga. Nefnir hann
meðal annars bréf það sem nefnt er í 5. gr. sáttmálans þar sem segir: „Slíkan
rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi sem þá, er þeir hafa beztan haft, og þér
hafið sjálfir boðið í yðrum bréfum [...]“. Telur Björn að það eigi við öll skil-
yrði í sáttmálanum nema því er laut að jarlinum. „Um upphaf konungsvalds á
íslandi". Andvari, tímarit Hins íslenzka Þjóðvinafélags 33 (1908), bls. 57.
Undir þessa skoðun tekur Knud Berlin: Islands statsretlige stilling efter Fri-
statstidens Ophör I. Brodrene Salmonsens Boghandel (I. Salmonsen).
Kobenhavn 1909, bls. 66, einkum bls. 86-88.
25 1 1. gr. Magna Carta frá 1215 heitir Jóhann landlausi fyrir sjálfan sig og sína
erfingja um alla eilífð kirkjunni frelsi og fyllstu réttindum. Ennfremur heitir
hann öllum frjálsum mönnum í ríki sínu frelsi svo sem mælt sé í greinum þeim
sem fylgja. Sem dæmi má nefna að tilteknir skattar verði ekki á lagðir nema