Skírnir - 01.09.1995, Page 124
394
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Viðauki I
Almenn yfirlýsing um tiltekin réttindi manna - allir skulu eiga rétt ...,
öllum skuli tryggður réttur.
Hér má nefna ákvæði þar sem segir að allir eigi rétt á að stofna trúfélög
og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins, 63. gr.;31 að
hver maður sem hefur verið sviptur frelsi eigi rétt á að fá að vita tafar-
laust um ástæður þess, 67. gr., 1. mgr.; að hver sá sem af öðrum ástæðum
sé sviptur frelsi eigi rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt
sem verða má, 67. gr., 4. mgr.; að hafi maður verið sviptur frelsi að
ósekju skuli hann eiga rétt til skaðabóta, 67. gr., 5. mgr.; að öllum beri
réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur
sér innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, 70. gr.,
1. mgr.; að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, 73. gr., 2.
mgr.; að menn eigi rétt á að stofna félög, þar á meðal stjórnmálafélög og
stéttarfélög, 74. gr., 1. mgr.; að menn eigi rétt á að safnast saman vopn-
lausir, 74. gr., 3. mgr.; að í lögum skuli kveða á um rétt manna til að
semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu, 75. gr., 2. mgr.; að
öllum sem þess þurfa skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,
örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika, 76. gr., 1.
mgr.; að öllum skuli tryggður réttur til almennrar menntunar og fræðslu
við sitt hæfi, 76. gr., 2. mgr.
Almennt orðaðar yfirlýsingar um réttarstöðu manna - allir skulu ráða ...,
njóta ..., vera frjálsir... .
Slíkar yfirlýsingar eru nokkrar í stjórnarskránni. Þannig er tekið fram að
öllum sé frjálst að standa utan trúfélaga, 64. gr., 2. mgr.; að allir skuli
vera jafnir fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis,
trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags,
ætternis og stöðu að öðru leyti, 65. gr.; að allir sem dveljist í landinu
skuli ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna, 66. gr., 4. mgr.; að allir
skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, 71. gr., 1. mgr.; að
allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar, 73. gr., 1. mgr.; að öllum
sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa, 75. gr., 1. mgr.
Ákvœði sem reisa ríkisvaldi skorður - engan megi..., enginn sé skyldur...,
engum verði..., engum skuli....
Hér má nefna ákvæði þar sem svo er mælt að enginn megi neins í missa
af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúar sinnar, 64. gr.,
31 Hér er vísað í greinar stjórnarskrárinnar eins og þær eru samkvæmt stjórn-
skipunarlögum nr. 100/1995.