Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 125
SKÍRNIR
STJÓRNARSKRÁ OG MANNRÉTTINDI
395
1. mgr.; að enginn sé skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trú-
félags sem hann á ekki aðild að, 64. gr., 2. mgr.; að engan megi svipta ís-
lenzkum ríkisborgararétti, að íslenzkum ríkisborgara verði ekki meinað
að koma til landsins og að engum verði meinað að hverfa úr landi, 66.
gr., 1.-3. mgr.; að engan megi svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lög-
um, 67. gr., 1. mgr.; að maður skuli aldrei sæta gæzluvarðhaldi lengur en
nauðsyn krefur, 67. gr., 3. mgr.; að engan megi beita pyndingum né
annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi refsingu og engum skuli gert að
leysa af hendi nauðungarvinnu, 68. gr.; að engum verði gert að sæta refs-
ingu nema hann hafi gerzt sekur um háttsemi sem refsiverð hafi verið á
þeim tíma samkvæmt lögum og að viðurlög megi ekki vera þyngri en
heimiluð voru í lögum þá er háttsemi átti sér stað, 69. gr., 1. mgr.; að í
lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu, 69. gr., 2. mgr.; að hver
sá sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar
til sekt hans hefur verið sönnuð, 70. gr., 2. mgr.; að ekki megi gera lík-
amsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum nema
samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild, sama eigi við um
rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum,
svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns, 71. gr., 2.
mgr.; að eignarrétturinn sé friðhelgur, engan megi skylda til að láta af
hendi eign sína nema almannaþörf krefji, þurfi lagafyrirmæli og komi
fullt verð fyrir, 72. gr., 1. mgr.; að ritskoðun og aðrar sambærilegar tálm-
anir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða, 73. gr., 2. mgr.; að félag megi
ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalda, 74. gr., 1. mgr.; að engan megi
skylda til aðildar að félagi, 74. gr., 2. mgr.; að skattamálum skuli skipað
með lögum og að ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja
skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann og að enginn skattur verði
lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik
urðu sem ráða skattskyldu, 77. gr.; að sveitarfélög hafi rétt til að ráða
sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, að tekjustofnar sveitarfé-
laga skuli ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort
og hvernig þeir skuli nýttir, 78. gr.
Skylda ríkisvalds til ákveðinna athafna - að ... skuli.
í nokkrum ákvæðum er slík skylda lögð á þá sem fara með almannavald.
Nefna má ákvæði eins og að handtekinn mann skuli án undandráttar
leiða fyrir dómara og sé maður ekki jafnskjótt látinn laus skuli dómari
áður en sólarhringur er liðinn ákveða með rökstuddum úrskurði hvort
hann skuli sæta gæzluvarðhaldi og að með lögum skuli tryggja rétt þess
sem sætir gæzluvarðhaldi til að skjóta úrskurðinum til æðri dóms, 67.
gr., 3. mgr.; að dómþing skuli háð í heyranda hljóði nema annað sé
ákveðið samkvæmt nánar tilteknum skilyrðum, 70. gr., 1. mgr.; að börn-
um skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefj-
ist, 76. gr., 3. mgr.