Skírnir - 01.09.1995, Síða 134
404
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
nafn. Þegar eg man fyrst eftir mér, um 1912, heyrði eg einn bæinn
alltaf nefndan Valadal, en svo var allt í einu farið að segja
Voladalur, og sú gerð varð smám saman ofan á. Eg man líka, að
eg heyrði talað um að það myndi vera réttara vegna þess að það
væri dregið af nafni landnámsmannsins „Vola“, en ekki langt frá
heitir Volahaugur og þar á hann að vera heygður. Þegar eg áttaði
mig á þessu, fannst mér eg eiginlega vera skyldug til að minnast á
það, þó að ekki komi það heim við minn málflutning. Eg trúi nú
samt ekki að það geti orðið neinn „Akkilesarhæll“. Fátt er án
undantekninga og þessi nafnbreyting er ekki frá eldri tíð. - „En í
Valadal / vist fagnaðar“, segir í ævióði Jóns lærða,3 og gömul bæj-
arnafnaþula af Tjörnesi byrjar svona:
Máná veit eg væna,
Vala- heitir dalur
Þannig ber þeim saman um það Jóni lærða og bæjarnafnaþulunni
að fyrrum hefur bærinn nefnst Valadalur og það breytist ekki
fyrr en nokkru eftir síðustu aldamót. Að vísu er þetta ekki heim-
ild um nafnið á fyrstu tíð, og hafi bærinn alltaf heitið Valadalur,
af hverju dregur þá Volahaugur nafn sitt? Því get eg ekki svarað.
(Jón Sigurðsson í Ystafelli segir í bók sinni Lýsing Þingeyjarsýslu,
að líklegt sé að landnámsmaðurinn hafi að réttu heitið Váli, og
eftir því væri bærinn í upphafi kenndur við þá gerð nafnsins, svo
og haugurinn.4 Finnst mér þessi tilgáta ekki ósennileg.)
Skammt frá veginum milli Bakka og Húsavíkur var allstór
grjóthrúga, kölluð Draugadys. Höfðu vegfarendur fyrrum kastað
í hana steinum. Fylgdi henni sú sögn, sem eg heyrði krakkinn, að
þarna hefðu verið huslaðir tveir smalar, frá Bakka og Húsavík.
Átti þeim að hafa lent svo harkalega saman að hvor gerði út af við
annan. Ekki man eg þó eftir neinum reimleikasögum, þrátt fyrir
nafnið, og einhvernveginn hefur farið svo, að miklu minna ber á
hrúgunni en áður var, enda að sjálfsögðu löngu hætt að bæta við
3 Fjölmóður, œvidrápa Jóns Lerða Guðmundssonar, Páll Eggert Ólason sá um
útgáfuna. Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta V/3. Reykjavík 1916,
s. 66.
4 Jón Sigurðsson. Lýsing Þingeyjarsýslu I. Reykjavík 1954, s. 382.