Skírnir - 01.09.1995, Side 135
SKlRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
405
hana grjóti og ef til vill er þetta flestum gleymt núorðið. Samt
minntist eg nýlega á það við kunnugan mann, sem er lítið eitt
yngri en eg, og hann mundi vel eftir þessu, sagðist jafnvel sjálfur
eitthvað hafa kastað steinum í dysina.
Á Reykjaheiði heita Varnarbrekkur og Höfuðreiðarmúli.
Þeim nöfnum fylgdu mjög einkennilegar sagnir, sem eg heyrði,
en er nú að miklu leyti búin að gleyma. Eg held að Varnarbrekk-
ur hafi átt að draga nafn sitt af viðureign við bjarndýr, þar sem
maðurinn beið lægri hlut vegna þess að hann hafði lánað brodd-
staf sinn manni, sem hann mætti á leið sinni yfir heiðina. Þeir
bjuggust við að björninn væri kominn framhjá, en hann hafði
snúið við og réðist á manninn, sem lánaði broddstafinn og var því
vopnlaus. Sögnin um Höfuðreiðarmúla er enn óljósari fyrir mér,
en hún er ekki síður ævintýraleg. - Sagt var að allvíða væru
Gvendarbrunnar, þó enginn á Tjörnesi sjálfu, en sá næsti, sem eg
vissi um, ekki langt framan við Húsavík. Á Mývatnsheiði, rétt
austan við Másvatn, kvað heita Hallgrímslág, kennd við Hallgrím
„stóra“ Magnússon, sem þarna varð úti 7. desember 1824. - Þetta
mega nú líklega heita örnefnasögur, en það ungar að menn vita
með vissu um tildrög þeirra. Samt virðast sumir líta á allar svona
sagnir sem hégiljur, ef ekki er hægt að sannprófa uppruna þeirra.
Skömmu fyrir og um aldamótin síðustu var byggt nálægt hús-
um Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík allmikið trésmíðaverkstæði
og einnig kornmylla, en vélarnar, sem tilheyrðu, voru knúðar
með vatnsafli. Sá sem fyrir þessu stóð hét Eiríkur. Hann lét gera
farveg ofan frá fjalli og fram á sjávarbakka og veita í vatni úr upp-
sprettum, og var fallið fram af bakkanum ofan í fjöruna notað til
að knýja vélarnar. - En þessi tilbúni lækur var strax kallaður
Eiríkslækur og heyrði eg hann talsvert oft nefndan, þegar eg var
barn. Hinsvegar stóðu þessar framkvæmdir skamma stund og var
lækurinn tekinn af og farvegurinn afmáður. En eg nefni þetta sem
dæmi þess hvað menn geta verið fljótir til, ef um einhverja ný-
breytni er að ræða, að kenna hana við nafn þess, sem hlut á að
máli.
Ekki hikuðu reykvískir íþróttamenn við að láta heita Val-
bjarnarvöll, til að heiðra ágætan félaga. -1 útvarpserindi, sem flutt
var 31. janúar 1993, kom fram að á Grænlandi eru tvö örnefni