Skírnir - 01.09.1995, Page 140
410
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Eg álít, að örnefni hafi aðallega sprottið upp á vörum fólksins,
jafnóðum og dagleg nauðsyn knúði á um að landslag, og auðvitað
bæir, ættu sér nöfn. Meðal annars þessvegna held eg ólíklegt, að
mikið hafi verið gert af því að breyta nöfnum, sem orðin voru
töm í máli.
Prófessor Þórhallur segir á einum stað: „Líkur benda [...] til,
að sum örnefni, sem í sögunni eru talin dregin af þekktum
mannanöfnum og tengd atburðum, séu í raun af öðru runnin" (IF
XIII, s. cxxii). Og litlu síðar: „Líkur benda til, að sum bæja- og
fjarðanafnanna í sögunni, sem menn hafa ekki efazt um, að væru
af mannanöfnum eða viðurnefnum dregin, séu í reynd af öðru
runnin" (IF XIII, s. cxxvi). Þessi orð, „líkur“ og „líkindi", koma
oft fyrir í umræðunni um örnefni. En einhvernveginn get eg
aldrei merkt, að fyrir þessu sé fært neitt sem kalla mætti rök. Við-
urkennt er, að fram að þessu hefðu menn ekki efast um að sum
bæja- og fjarðanöfnin væru dregin af mannanöfnum, og hafa þó
æðimargir búið við þessi nöfn um langa tíð, bæði lærðir og leikir.
Mjög mörg örnefni á Snæfellsnesi eru sögð kennd við Bárð
Snæfellsás, en hans kvað ekki vera getið í heimildum, „sem eldri
eru en Bárðar saga, svo að nafn hans er ekki þaðan fengið. Liggur
nærri að ætla, að það sé sótt í örnefni, og er þá viðbúið, að það
örnefni hafi upphaflega ekki verið dregið af mannsnafninu Bárð-
ur, heldur af hljóðlíku orði“ (ÍF XIII, s. lxxxvi). - Síðan er talinn
upp mikill fjöldi Bárðarörnefna og vill þá svo vel til að alstaðar er
þar fyrir einhverskonar barð eða barði, ellegar þá klettur, sem öll
þessi nöfn gætu verið dregin af. Einnig eru svo sem við var að bú-
ast, umfangsmiklar og margbrotnar hugleiðingar um uppruna
hinnar einkennilegu sagnapersónu, Bárðar Snæfellsáss. Segir þar
meðal annars:
En utan á þennan kjarna (nafn heiðinnar landvættar (-alfs - > -áss), sem
kom af hafi og hvarf í fjall (jökul) og studdist við klafastaf á jöklum), er
þannig væri þá fenginn úr örnefnum og staðháttum í Dritvík, hefur síðan
hlaðizt efni úr öðrum áttum. [...] Fyrir áhrif frá frásögn Landnámu af
Gnúpa-Bárði og landnámi hans á Lundarbrekku hefur Bárður Dumbs-
son síðan trúlega verið látinn leggja lykkju á leið sína frá Dritvík að Snæ-
fellsjökli, gerður að landnámsmanni og settur niður á Laugarbrekku,
eins og fyrr segir, en nöfn fylgdarmanna hans hafa verið sótt í örnefni
þar um slóðir. (IF XIII, s. xci)