Skírnir - 01.09.1995, Page 141
SKÍRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
411
Flest finnst mér nú þetta með nokkrum ólíkindum, og ekki get eg
séð nein rök fyrir því að slengja Gnúpa-Bárði saman við nafna
hans á Snæfellsnesi.
Auðvitað hefur Bárður ekki gerst neinn landvættur, auðvitað
er sagan um hann mestan part sögð sem ævintýri, en að minni
hyggju gæti hann þó átt sína fyrirmynd í veruleikanum. - Eg
hugsa mér að landnámsmaður með þessu nafni hafi verið á Snæ-
fellsnesi, og þó að nú verði ekki vitað ljóslega um sögu hans,
hlýtur hann að hafa verið stórbrotinn í meira lagi, því að eftir frá-
fall hans mynduðust um hann sérkennilegar þjóðsögur, sem hafa
reynst svo lífseigar, að það eldir eftir af þeim enn í dag.
„Bárður minn á jökli - leggstu á þófið mitt.“ Þetta gamla stef
mun vera með því fyrsta, sem eg lærði, þegar eg var barn.
Aldrei get eg skilið hversu mikið er lagt upp úr hinum svo-
nefndu örnefnasögum, sem eg er svo ófróð um, þó skil eg miklu
síður að hægt sé að lesa út úr örnefnum eins og hér virðist gert
ráð fyrir. Þetta er svo ólíkt minni reynslu. Þó hef eg innilegan
áhuga á örnefnum, ekki vantar það, og mikið dáist eg að því hvað
mörg þeirra eru gerð af einstökum hagleik. En satt að segja finnst
mér að venjulega skýri örnefnin sig best sjálf. Annaðhvort lýsa
þau landslagi eða náttúrufari, sem er algengast, eða að þau vísa til
einhvers sögulegs atviks og tengjast þá oft nöfnum vissra persóna.
Þetta álít eg vera svo miklu líklegra og eðlilegra og að minni
hyggju algengara en að landslag sé persónugert svo að fram komi
nöfn eins og til dæmis Bláskeggsá, hin mörgu Bárðarörnefni og
Skjaldabjarnarvík. - Bárður er þó alls ekki það sama og barð eða
barði, sem þarna er einkum gripið til, ekki fremur en hallandi er
Hallmundur, sem líka er minnst á. - Og því skyldi „bjarnar" læð-
ast inn í nafnið Skjaldabjarnarvík? Sést ef til vill líka móta fyrir
mynd af birni þarna í þessari norðlægu, rekasælu vík?
Draumar Signýjar Valbrandsdóttur í Haróar sögu eru sagðir
vera minni, sem rekja megi til Medakonungs nokkurs, sem uppi
var á 6. öld f. Krist. - Lengi hefur lifað sú minning.
Ekkert í allri hinni margbrotnu umræðu, sem birtist í formál-
anum, sem hér er vitnað til, finnst mér þó eins raunalegt og um-
fjöllunin um vísuna, sem eignuð er Helgu Bárðardóttur. Vísan er
orkt af konu. - „Sæl værak ..." (Reyndar vill Þórhallur tæpast