Skírnir - 01.09.1995, Side 142
412
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
viðurkenna að kona hefði getað haft þá yfirsýn yfir örnefni á
Snæfellsnesi, sem þurfti til að yrkja vísuna. Eg geri nú samt ráð
fyrir að svo hafi verið.) En það eitt að vera orkt af konu, gerir
þessa vísu athyglisverða, það er svo fátt af fornum skáldskap
eignað konum. - En vísan er líka hugljúfur skáldskapur, þrungin
af ást og viðkvæmni og þrá eftir fjarlægum æskustöðvum. - „Vísa
Helgu er einstök í íslenskum skáldskap", segir Guðrún Ása (s.
460).
Ekki veit eg hvert er raunverulegt tilefni hinnar undarlegu og
harmfögru sögu um Helgu Bárðardóttur, en eg held, að konan,
sem þetta kvað, eigi varla skilið að vísan hennar sé bendluð við
matarást Helgafellsmanna á sjávarjörðum undir Jökli. Það mun
vera órafjarlægt og ákaflega ömurlegt að sjá þá útleggingu á hinni
sérkennilegu perlu, sem vísan er.
Eins og beint liggur við, er nokkuð fjallað sameiginlega um
allar stóru útlagasögurnar íslensku, Gísla sögu og Grettlu, auk
Harðar sögu. Þær eiga óneitanlega margt sameiginlegt, en eru þó
hver með sínu svipmóti. Oft hef eg til dæmis hugleitt Gísla sögu.
Hún er að vísu dæmigerð Islendingasaga, en samt á vissan hátt út
af fyrir sig. Hvergi held eg að örlagaflækjan sé jafn mögnuð og
einkennileg sem þar og gengur óslitið í gegnum alla frásögnina,
frá upphafi til loka, og þar í bland dularfullt morð, sem menn
brjóta um heilann enn í dag. Þetta er sérstakt.
Sagt er, að nú séu ekki til eldri handrit að Grettlu en frá 14.
öld, og svo er sagt að sú öld sé hennar ritunartími. En er sagan þó
í raun ekki mikið eldri en þetta? í lok hinnar varðveittu sögu eru
birtar umsagnir, sem eru órækur vottur þess, að á þrettándu öld-
inni hefur mjög mikið efni um Gretti verið alþekkt og ef til vill þá
þegar að einhverju leyti fært í letur. Meðal annars er þar tilnefnd-
ur ekki ómerkari maður en Sturla Þórðarson, og munu sumir
jafnvel ætla að hann hafi samið frumgerð sögunnar. Telja má víst
að miklar munnlegar sagnir hafi þá þegar gengið um Gretti, eins
og reyndar hefur verið gegnum alla Islandssöguna. En við má bú-
ast, að þær sagnir hafi fljótlega tekið að gerast nokkuð þjóðsagna-
kenndar.
„Sitt er hvað gæfa og gjörvileikur.“ Var það arfur frá hinum
glæsilega stigamanni, Jökli Þórissyni í Noregi? - Líkast er því