Skírnir - 01.09.1995, Page 144
414
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
„sett saman í vísindalegum anda, þar sem skáldið talar um rann-
sóknir sínar og vísar til fróðra manna.“5
Nú verður hinsvegar niðurstaðan sú „að arfsögnin um Yng-
linga, og Ynglingatal að undanskilinni einni vísu, séu verk lærðra
manna á 12. öld og síðar, sem reyndu að breyta mýtum í sagn-
fræði og steyptu þær því í listrænt mót.“6 (Skrýtið að ein vísan
skuli þó vera talin ófölsuð.) Ekki veit eg hvort nokkur ný vit-
neskja er þessum skoðunum til staðfestingar, en sennilega er hér
að verki sú ógnar ráðríka tíska, sem nú hefur óskorað drottinvald
í svona málum. Og ekki hefur þótt viðeigandi að bak við kvæðið
stæðu gamlar sagnir um hina fornu konungsætt Svía í Uppsölum.
Og enn fór svo, nær lokum þessarar greinar, að fyrir mér varð
atriði, sem mér kom á óvart og mun vera með því einkennileg-
asta, sem eg hef orðið vör við í umræðu um bókmenntir. Á eg þar
við ályktanir, sem slegið er fram um verk tveggja helstu skálda
okkar í fornöld, Egils og Snorra.
Það er einkennilegt, að þrátt fyrir allan minn áhuga á fornrit-
um, hef eg aldrei brotið heilann að neinu ráði um það hverjir
myndu hafa ritað Islendingasögur. Ekki svo að skilja, að mér
myndi ekki þykja stórkostlegt, ef hægt yrði að ráða eitthvað í þá
miklu gátu, en það er bara svo vonlaust héðan af, að þetta verði
upplýst svo að óyggjandi sé. - Víst eru sterkar líkur til að Snorri
hafi ritað Eglu, en tæpast full vissa. Sumir vilja halda, að hann sé
líka höfundur Njálu, en ekki get eg hugsað mér að hún sé rituð af
sama manni og Egils saga. Þó að báðar séu snilldarverk, þykist eg
viss um að stíllinn er ekki sama manns.
Gjarna vil eg hlut Snorra sem mestan, en hann var hrakinn
burt úr þessum heimi rúmlega sextugur, og hann hafði alla tíð á
hendi einstæð umsvif bæði við fésýslu og stjórnun utanlands og
innan. Samt er eins og fáum detti í hug að þetta hafi nokkuð get-
að tafið hann frá ritstörfum. Það er vitað, að hann vann ótrúleg
afrek á sviði bókmennta og sagnfræði, þó hlýtur starfsþreki hans
5 Sigurður Nordal. Snorri Sturluson (1. útg. 1920). Endurpr. í Mannlýsingum I.
Reykjavík 1986, s. 139.
6 Heimskringla III. Ritstjórar Bergljót S. Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson,
Jón Torfason, Örnólfur Thorsson. Reykjavík 1991, s. xxix-xxx.