Skírnir - 01.09.1995, Page 147
SKÍRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
417
höggin úr hendi Egils í hönd Snorra. (Rétt eins og ekki þurfi
meira til en að koma með svona tilgátu, svo að það sé talið til
stórtíðinda.)
Einnig segir: „Hún verður a.m.k. ekki hermd upp á fræði-
mennina draumvísan fræga í Islendinga sögu Sturlu þar sem Egill
kvartar yfir hugleysi Snorra, afkomanda síns“ (s. 477). Satt er
það, þessi vísa verður áreiðanlega ekki hermd upp á þá fræði-
menn sem hér fjalla um þetta efni. En það er algerlega gengið
framhjá því, að einmitt draumvísan styður fastlega þá skoðun að
Snorri geti ekki verið höfundur hins mikla erfiljóðs. Ef vísan lýsir
rétt áliti samtíðarmanna á skaplyndi hans, er það í skarpri mót-
setningu við víkingsanda kvæðisins.
Egill var undarlegur maður, eða sú manngerð, sem lýst er á
blöðum Egils sögu. Stórkostlegur að afli og hreysti og að viti. Að
líkindum á sinni tíð mest skáld í norrænum heimi, tryggur vinum
sínum, en manna heiftrækastur og grimmastur þeim, sem urðu
fyrir reiði hans, fégráðugur og eigingjarn, en þó óáleitinn hvers-
dagslega, viðkvæmur og hvikusár sjálfur, en algerlega miskunnar-
laus öðrum, ef honum sýndist svo.
V
Eg hef tvívegis áður gert tilraun til að láta í ljós mínar skoðanir á
atriðum, sem snerta íslenskar bókmenntir frá fornöld. Þessi er
mín þriðja tilraun í þá átt, en nú er það mér ennþá erfiðara en
fyrr. Áttatíu og fimm ára aldur mun varla vera talinn líklegur til
afkasta, hvort sem litið er til skýrleika eða framkvæmda, enda hef
eg nú fundið glöggt fyrir því að þannig er það. En þar sem eg get
ennþá fylgst dálítið með því, sem eg fæ fregnir af, gat eg þrátt fyr-
ir allt ekki stillt mig um að freista þess að skrifa þriðju greinina,
þó að eg hefði ef til vill átt að láta það vera.
Mér hefur þótt vænt um íslenskar fornbókmenntir frá því að
eg man fyrst eftir mér, þó að eg hafi vissulega aldrei átt þess kost
að kynnast þeim neitt líkt því eins vel og eg hefði viljað. En aðdá-
un mín hefur síst farið þverrandi með árunum, aðdáun og undrun
yfir því að þessar bækur skyldu geta orðið til. - Hvernig gátu svo
stórbrotin verk skapast á þessari afskekktu, harðbýlu eyju, svo að