Skírnir - 01.09.1995, Page 148
418
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
segja fast við heimskautið? Og hvernig tókst höfundunum að til-
einka sér þá menntun og þann kunnleika á menningu og samfé-
lagsháttum úti í Evrópu, sem nauðsynleg var til slíkra afreka, og
þó varð sú raun á. Erfið hlýtur aðstaðan að hafa verið á margan
hátt og vandasamt verk fyrir þá og aðstoðarmenn þeirra að und-
irbúa pergamentið og blekið, sem til þurfti, og hefur þó hvort
tveggja enst vel. Svo smásmuguleg hef eg verið, að hugleiða hvort
höfundarnir myndu hafa haft ráð á einhverjum skinnpjötlum til
að gera „uppkast" að textanum. Eða urðu þeir að móta frásagn-
irnar nákvæmlega í huga sér áður en þeir rituðu eða lásu fyrir?
Þetta verður nú sjálfsagt seint vitað með vissu fremur en það
hversu mikið ívaf skáldskapar muni vera í frásögnum Islendinga-
sagna. En uppistaðan í þeim vel flestum, held eg að hljóti að vera
fróðleikur, sem varðveist hefur með kynslóðunum frá fyrstu
öldum byggðarinnar. Mér er ómögulegt að skilja að þessi um-
fangsmikli og margþætti sagnaflokkur, sem Islendingasögur eru,
hefði getað gefið svo sannfærandi og heildstœða mynd af þjóðfé-
lagi síns tíma á Islandi, ef ekki hefði verið til staðar allmikil raun-
sönn þekking frá þessu liðna tímabili.
Eg hef lengi verið dálítið treg til að láta mér skiljast að ekkert
gagnlegt hafi verið fært í letur hér á landi á 11. öld. Það var þó sú
öld, sem kom með ritlistina inn í landið, og þá hefur orðið hér til
vísir að stétt lærðra manna og hófst upp biskupstóll og byrjun á
skólahaldi. í mínum augum eru nokkrar líkur til að fyrstu til-
raunir til ritunar hér hafi verið gerðar á ofanverðri 11. öld. Alltént
má þó búast við að gerðir hafi verið latneskir stílar í Skálholts-
skóla. En hvort fleira hefur þar ritað verið, verður varla beinlínis
sannað, því allt slíkt mun hafa glatast. Það er að minnsta kosti
ekki þekkjanlegt núorðið. En hefði eitthvað slíkt orðið til, gæti
það hafa verið mikils virði á sínum tíma. Og það er þó víst, að
skóli var haldinn í Skálholti á 11. öld, og nýr, stórmerkur skóli
var stofnaður á Hólum í byrjun þeirrar tólftu. Eiginlega furðar
mig á því hversu sjaldan er að þessu vikið. Það er þó býsna
merkilegt atriði að skólamenntun skyldi hefjast svo tímanlega hér
á landi.
Höfundar Islendingasagna hljóta að hafa verið talsvert margir,
ef til vill litlu færri en hvað sögurnar eru margar. Og ef allir þessir