Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 150
420
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
leg til þess að hægt sé að treysta því að þar finnist „staðreyndir“.
Ekki skil eg samt í því að nokkrar stefnubreytingar eða tísku-
sveiflur geti hnekkt eiginlegum staðreyndum. Það sem í sannleika
hefur gerst, stendur fast og óbreytt alla tíð. Og víst er það, að
hvert einasta atriði sögunnar hefur aðeins gerst á einn veg, aldrei
á fleiri vegu.
Einu sinni sagði merkur bókmenntamaður við mig, að það
skipti hann ekki verulegu máli hvort íslensku fornritin geymdu
meira eða minna af sögulegum sannindum. Það væri frásagnarlist
þeirra, sem allt byggðist á og honum væri hugstæðust.
Vissulega er listin flestu æðri, enda hefðu þessi bókmennta-
verk ekki hlotið þá viðurkenningu, sem þeim hefur hlotnast, án
þeirrar skáldlegu fullkomnunar, sem einkennir þau, fullkomnun-
ar máls og stíls og efnistaka. En þessi rit eru meira en skáldleg.
Þau segja líka frá upphafi sérstakrar þjóðar, og fylgja henni nokk-
uð fram á veg. Að vísu voru það skáld, sem þarna héldu á penna,
og aldrei verður vitað með vissu hversu mikið þau gripu til skáld-
skaparins. En eg sé ekki að neitt mæli á móti því að höfundarnir
hafi leitast við að skrá sögulegt efni svo rétt sem auðið var.
Landnáma er fyrst og fremst fræðirit. Þessir menn skráðu líka
lög þjóðveldisins, þessa fámenna, einangraða samfélags, sem þó
náði að standast mikið á fjórðu öld, líklega síðasta vígi hins forna,
germanska skipulags.
Nýlega las eg (í hausthefti Skírnis 1994) ritgerð eftir dr. Bjarna
F. Einarsson, „Islenskar fornleifar: Fórnarlömb sagnahyggjunn-
ar?“. Þar er meðal annars ritað á þessa leið:
Eg tek það fram að þó að ég telji ritaðar heimildir svo sem íslendinga-
sögurnar í hæsta máta gagnslitlar sem vitnisburð um forsögu þessa lands,
rýrir það á engan hátt gildi þeirra sem bókmennta. Landnáma, Islend-
ingabók og Islendingasögurnar eru fyrst og fremst heimildir um þann
tíma, sem skóp þasr, þá siði og venjur sem ríktu á ritunartíma þeirra. (s.
389)
Eftir þessu væri útilokað að sagnaritarar geti vitað nokkurn skap-
aðan hlut um það sem ekki gerist í þeirra eigin samtíð. - Hygg eg
það nokkuð hæpna ályktun. Sömuleiðis þá skoðun að svonefnd
„sagnahyggja“ sé skaðleg „eiginlegri" eða „sjálfstæðri" fornleifa-