Skírnir - 01.09.1995, Page 155
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
425
landi um margt einkennileg og sérstæð eins og leitast verður við
að draga fram í þessari grein.
Normannisminn og söguskoðun Rússa
Seint á átjándu öld vaktist upp með Rússum áhugi á að rýna í
það, hvaða hlutverki Væringjar hefðu gegnt í rússneskri sögu. Til
Væringja töldust þeir norrænir menn, flestir sænskir, sem fóru
vatnaleiðina miklu frá Eystrasalti til Svartahafs, leiðina sem Rúss-
ar sjálfir kalla „veginn frá Væringjum til Grikkja“. Þetta voru vík-
ingar og kaupmenn, sumir fóru alla leið til Miklagarðs og gerðust
málaliðar hjá keisaranum þar, aðrir komu sér fyrir í slavneskum
byggðum Garðaríkis, eins og Rússland hét í norrænum heimild-
um.
I rússneskum annálum er ein Væringjasagan öðrum afdrifarík-
ari. Þar segir að árið 862 hafi slavar rekið Væringja heim til sín
vestur yfir haf og neitað að greiða þeim skatt. „Fóru þeir að
stjórna sér sjálfir“, segir í annálnum, „en ekki fóru þeir að réttum
lögum og reis ætt gegn ætt og barðist hver við annan.“5 Til að
binda endi á þessa Sturlungaöld gerðu slavar síðar út sendimenn
„yfir hafið til Væringja, til Rús. Þeir Væringjar voru kallaðir Rús
eins og aðrir kallast Svíar en sumir Norðmenn og Englar og enn
aðrir Gautar. Tsjúd, Slavar, Krívítsjar og Vés sögðu við Rús:
Land vort er mikið og auðugt en þar er allt í óreiðu. Komið því
og ríkið yfir oss.“ Segir þessi saga að þrír bræður hafi hlýtt kall-
inu og komið austur með liði sínu og ætt, og ríkti Rúrík (Hræ-
rekur) yfir Novgorod (Hólmgarði), Sineús sat í Béloozero og
Trúvor í Izborsk. „Og af þeim Væringjum fékk Rússland nafn.“
Þessi saga gerir ráð fyrir því að norrænir menn, Væringjar sem
kölluðust Rús eða Rússar, hafi gefið Rússlandi nafn. Margir mál-
fræðingar telja að þetta sé rétt, Rússar séu reyndar „ræðarar“
(róþsmenn) eða þá menn frá Roslagen í Svíþjóð.6 Hitt verður svo
þyngra á metum að til Rúríks Væringjakóngs rekja flestir höfð-
5 Vitnað er í „Povést vrémennikh lét“ árið 6370 (þ.e.a.s. 862).
6 M. Vasmer: Etímologítsjéskíj slovar rússkogo jazyka III. Moskva 1971, bls.
522.