Skírnir - 01.09.1995, Page 166
436
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
allir nema skáldin sem gjalda henni skatt með kvæði en hljóta í
staðinn „eina stund eldheitrar hrifningar“. I ófullgerðu söguljóði
Lermontovs, Olég (Helgi), greinir frá þeim knjasi af væringjakyni
sem sagður er hafa gert áhlaup á sjálfan Miklagarð. I inngangi er
lýst landi eyðiskóga og ókleifra tinda sem Olég kom frá og er les-
andinn minntur á að ekki skuli hann fyrirlíta þessa staði því:
„andagiftin flaug hér yfir / og oftar en ekki heyrðust hér / djarfar
raddir norður-skálda".
Þjóðskáldið sjálft, Alexandr Púshkín orti árið 1825 fræga ball-
öðu, Pésn o véshém Olége (Kvæðið um Olég vitra), um þann
sama kappa sem hengdi skjöld sinn á múra Miklagarðs. Þar er
sagt frá því, að Olég lét á burt leiða hest sinn og höggva eftir að
honum var spáð að gæðingurinn myndi verða honum að bana.
Löngu síðar, þegar Olég leitaði æskuslóða og efndi til veislu á
haugi fáks síns, hrökk ormur úr hauskúpu hestsins og beit Olég
og lét hann þar líf sitt. Eins og hver maður getur séð er hér komin
sagan af Orvar-Oddi. En Púshkín hefur hana reyndar ekki að
norðan, þessi saga er geymd í rússneskum annálum. Og danski
slavistinn A. D. Stender-Petersen telur að sagan sé upphaflega
komin að sunnan, frá Miklagarði - bæði til slava og norrænna
manna.17
/ smiðju til Snorra?
íslenskar fornbókmenntir urðu með ýmsum hætti að vopni sem
rússneskir fræðimenn beittu fyrir sig í deilum um ágreiningsefni.
Frægt dæmi eru deilur þær sem spunnust í kringum „Igorskviðu"
(Slovo o polkú Igoréve), skáldlega frásögn af misheppnaðri her-
ferð ígors Svjatoslavssonar árið 1185. ígorskviða fannst í bóka-
safni klausturs eins árið 1796 og þótti strax hin mesta gersemi.
Hún var fljótlega gefin út á prenti, en svo hörmulega tókst til að
þegar Moskva brann í innrás Frakka 1812 fórst í þeim eldi hand-
ritið sem menn höfðu fagnað svo mjög aðeins sextán árum fyrr.
Snemma heyrðust þær raddir að ef til vill væri ígorskviðan seinni
tíma fölsun (á borð við Ossíankveðskap Macphersons), ekki síst
17 A. D. Stender-Petersen: Den russiske literaturs historie I. Köbenhavn 1952,
bls. 74.