Skírnir - 01.09.1995, Page 167
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
437
vegna þess að verk þetta ætti sér engan líka í fornrússneskum
bókmenntum. En aðrir þóttust finna skyldleika með ígorskvið-
unni og fornum norrænum kveðskap - myndmál hennar er t.d.
mjög tengt heiðnum guðum, auk þess sem finna má einskonar
stuðlasetningu hér og þar. Einmitt þessi skyldleiki þótti nokkuð
góð röksemd fyrir því að Igorskviðan væri ófölsuð. Fræðimenn á
borð við N. Polevoj og M. Pogodín töldu í ritverkum frá því um
1840 það afar líklegt að höfðingjar Væringja hefðu haft með sér
til Rússlands hirðskáld sem fóru með drápur sínar í veislum, rétt
eins og sá sem flytur Igorskviðu snýr sér jafnan til konungs og
hirðmanna. Því mætti gera ráð fyrir að Igorskviða væri samin af
rússnesku skáldi sem gengið hefði í skóla til væringjaskáldanna,
enda bæri hún „ótvíræðan norrænan svip“ (Polevoj). Aðrir and-
mæltu þessu harðlega. M. Maxímovítsj segir t.d. í bréfi til Pogod-
íns: „Islenskar sögur voru aldrei uppsprettulind okkar sagna-
kveðskapar, sem til var á undan þeim og án þeirra - þær duttu
einungis ofan í hann og drukknuðu í honum.“18
Sagnfræðingar gerðu fleira en leita í konungasögum og Islend-
ingaþáttum að heimildum um Rússlandssögu. Þeir spurðu einnig
að því hvort saga gæti orðið nokkur vísbending um það hvernig
skrifa skyldi sagnfrœðileg verk, ekki síst ef menn vildu í senn rita
sagnfræði og listrænan texta. Fyrrnefndur Karamzín, höfuðskáld
rússneska sentímentalismans, var skipaður keisaralegur sagnarit-
ari árið 1803. Þrettán árum síðar gaf hann út fyrstu átta bindin af
Istoríja gosúdarstva rossískogo (Sögu rússneska ríkisins), sem
varð feiknalega vinsælt verk. Karamzín var ekki feiminn við að
játa að hann vildi gera frásögnina sem líflegasta og skemmtileg-
asta til að fram kæmu sem skýrast „eiginleikar hinnar rússnesku
þjóðar, persónuleiki fornra kappa vorra og bestu manna“.19 I því
augnamiði væri hann fús til að sækja í smiðju til Snorra Sturlu-
sonar og Islendingasagna. Niðurstaðan var reyndar næsta ólík
hlutlægum stíl Heimskringlu; sentímentalistinn sem samdi fyrstu
tárvotu skáldsöguna á rússnesku reyndi lítt að fela eigin tilfinn-
ingar og dómfýsi í frásögninni.
18 Sharypkín, bls. 156-57.
19 Stender-Petersen. B. II, bls. 122.