Skírnir - 01.09.1995, Síða 168
438
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
Þeir sem lögðu Karamzín það til lasts, að hann væri fremur
„belletristi“ en áreiðanlegur sagnfræðingur, kenndu því um að
hann tæki of mikið mark á fordæmi Snorra og annarra Islendinga.
Aðrir fögnuðu því (til dæmis fyrrnefndur N. Polevoj) að Karam-
zín kaus heldur að fylgja þeirri „frásagnarhefð" sem er á næsta bæ
við sagnakviður og skáldsögur heldur en að elta þurran lærdóms-
stíl. Sjálfur skrifaði Polevoj Rússslandssögu (Istoríja rússkogo
naroda) 1829 og gerði hana í raun líkasta sögulegri skáldsögu. Þar
vitnar hann óspart í íslendingasögur og trúir reyndar flestu sem í
þeim stendur.20 En háværastur þeirra sem litu til Islendingasagna,
bæði sem merkilegra heimilda og bókmenntalegrar fyrirmyndar,
var Osip Senkovskíj (1800-1858).
Senkovskíj var þúsundþjalasmiður í bókmenntum, tungu-
málagarpur og þýðandi, ritstjóri vinsæls tímarits, Biblíoteka dlja
tsjeníja (Bókasafn til lestrar), sem hann hóf að gefa út árið 1834.
Þegar í fyrsta árgangi birti hann fyrstu rússnesku þýðinguna á
fornum íslenskum texta sem gerð var beint úr frummálinu - á
Eymundar sögu sem er að finna í Ólafs sögu helga í Flateyjarbók.
Senkovskíj var kappsamur áróðursmaður og í grein sem hann lét
fara á undan Eymundar sögu, „Skandinavskíje sagi“, leggur hann
sig allan fram um að fá Rússa til að trúa því að Islendingasögur
komi þeim mikið við. Það nær ekki nokkurri átt, segir hann, að
„hin gamla sögurýni“ fái að blása burt af síðum Rússlandssög-
unnar öllum dásemdum norðursins:
Norðrið! Norðrið, sem hulið er á þurrlendi fylkingum garpa, á sjó ósigr-
andi flotum, norðrið með lögum sínum sem djörf hönd skráði fyrir
hrausta menn, norðrið með frumlegri trú og himni sem er jafn ógnvæn-
legur og landið sjálft [....], með fóstbræðralögum þess og frávita berserkj-
um, sem berjast gegn hömrum háum og allri náttúru, með sækonungum
sem hafa fyrir fullt og allt hafnað elds yli, með skjaldmeyjum sem neyða
ástmenn sína til að sigra sig með vopnum áður en þeim er umbunað með
ástum, með djarfri hugprýði og feiknalegum afrekum sem ýmist eru
unnin til að vinna hönd stoltrar meyjar, eða til ráns og gripdeilda, ellegar
einungis til lofs og frægðar.21
20 Sharypkín, bls. 145-46.
21 Biblíoteka dlja tsjténíja I (1834), bls. 38-40.