Skírnir - 01.09.1995, Page 169
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
439
Þula þessi verður reyndar helmingi lengri en hér er rakið áður en
punktur er settur aftan við.
I þeim ramma áróðri sem Senkovskíj flytur í vinsælu tímariti
sínu ræður mestu sú sannfæring hans að annálaritun, staðreynda-
dýrkun, hafi lagt sína dauðu hönd á söguna „sem sefur á blaðsíð-
um bóka“, öllum óaðgengileg. Menn vilji fá „sannar og lifandi
rnyndir af samfélagi, af manninum eins og hann var í raun á lið-
inni tíð“ - og við þeirri þörf er að hans dómi helst að leita svars
annarsvegar í Islendingasögum, hins vegar hjá Walter Scott.
Með öðrum orðum: bæði Karamzín, keisaralegur sagnaritari,
og Senkovskíj, fjölmiðlakóngur síns tíma, vildu breyta sögunni í
bókmenntir - og létu Snorra og Islendingasögur eiga þar nokkurn
hlut að máli. Því er ekki að furða þótt sögulega skáldsagan rúss-
neska, sem verður bæði vinsæl og fyrirferðarmikil um 1830, sæki
tölvert til Islendingasagna, einkum þegar skrifað er um fyrstu
aldir Rússlandsögu. Islendingasögur eru þó fremur hluti hins
bókmenntalega baksviðs skáldsagnanna en fyrirmynd um frá-
sagnarhátt og persónusköpun - því hlutverki gátu þær ekki gegnt
á rammrómantískum tíma. Það fer svo eftir söguskoðun hvers og
eins hvaða hlutverki höfundur lætur norræna menn gegna í sög-
um sínum. A. Veltman, sem fær margt að láni úr Ólafs sögu
Tryggvasonar í skáldsögu sinni, Svjatoslavítsj vrazhíj pítométs
(Svjatoslavítsj, fóstursonur óvinarins, 1835), gerir þá að göfugum
görpum. Hjá vinsælasta höfundi sögulegra skáldsagna á þeim
tíma, Zagoskín, eru Væringjar hins vegar illa séðir ræningjar og
innrásarmenn sem svipta heimamenn frelsi og fé. I Askoldova
mogíla (Gröf Höskuldar, 1833), reynir málpípa hins þjóðernis-
sinnaða höfundar að æsa Kænugarðsmenn til uppreisnar með
svofelldum orðum: „Börnin mín góð, rekið væringjaþjófana burt
úr Kænugarði, drekkið þessum kúgurum sem hafa nærst á blóði
ykkar undir verndarvæng fjandmanna ykkar, kynslóðar illvirkj-
anna Rúríks og 01égs.“22
22 M. Zagoskín: Askoldova mogíla. Moskva 1833, bls. 157.