Skírnir - 01.09.1995, Page 170
440
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
An milliliða
Þær upplýsingar sem skáld og sagnfræðingar fengu um fornar ís-
lenskar bókmenntir á þeim tíma sem hér um ræðir (1780-1840)
voru oftast til þeirra komnar um einn eða fleiri milliliði. Fyrst
sóttu menn til Danmerkursögu Mallets sem fyrr var frá sagt, síðar
til franskra og þýskra höfunda, þá danskra og sænskra. Eddu-
kvæði eða brot úr þeim voru þýdd eftir endursögnum á frönsku
þegar fyrir aldamótin 1800. Á öðrum áratug nítjándu aldar birtast
í ýmsum tímaritum allmargar greinar um norræna goðafræði og
íslenskar fornbókmenntir, margt af því er þýtt og endursagt. Árið
1817-1818 er sá ágæti danski málfræðingur Rasmus Kristján Rask
í Pétursborg, hann gerist félagi í „Flinu frjálsa félagi unnenda
bókmennta, vísinda og lista“ og eignast vin og lærisvein í sagn-
fræðingnum Ivan Lobojko. Lobojko varð fyrstur Rússa til að
gefa út ritsmíð um íslenskar fornbókmenntir („Yfirlit um fornar
bókmenntir hins skandinavíska norðurs“, 1821) og þakkar þar
Rask fögrum orðum fyrir aðstoð og uppörvun.23
Starf Lobojkos, sem skrifaði greinar um hið nýja áhugaefni
sitt í hið virta tímarit Syn otétsjestva (Sonur föðurlandsins), var
áfangi á þeirri leið að Rússar eignuðust sjálfir sína fræðimenn á
sviði norrænna fræða og kæmust þar með nær frumheimildunum.
Nú var ekki langt í það að málagarpurinn og ritstjórinn Senkov-
skíj lærði íslensku (sagan segir að það hafi honum tekist á tveim
mánuðum) og þýddi Eymundarsögu. Sama ár og hún birtist á
prenti (1834) hóf presturinn Stefan Sabínin (1789-1863) íslensku-
nám. Sabínin lauk guðfræðinámi árið 1823, var skömmu síðar
skipaður sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn en var fluttur til
Weimar árið 1837, þar sem hann var einnig sendiráðsprestur allt
til dauðadags. Sabínin var fjölfróður maður, virkur meðlimur í
ýmsum vísindafélögum og kappsamur normannisti. Hann taldi
Rússum mikla nauðsyn á að læra íslenska tungu, ekki aðeins
vegna íslenskra heimilda um forna sögu, heldur og vegna skyld-
leika norrænnar tungu og slavneskra mála sem hann miklaði mjög
fyrir sér. Sabínin hafði reyndar áform um að semja mikið rit sem
23 Sjá Dmokhovskaja, bls. 180.