Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 171
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
441
heita skyldi „Um skyldleika íslenskrar tungu og skandinavískra
mállýskna hennar við rússneska tungu“.24 Sabínin vann það
frægðarverk mest að semja „Málfræði íslenskrar tungu“
(Grammatíka íslandskogo jazyka) sem út kom í Pétursborg árið
1849 og fjallaði um íslenska tungu samtímans en ekki fornmálið. I
formála ítrekar hann það viðhorf, að sænska og danska séu eins-
konar greinar (otrasli) íslenskrar tungu.
Skrif þeirra Senkovskíjs og Sabínins voru öll í anda hinnar
rómantísku ímyndar norðursins sem landlæg var orðin í Rúss-
landi. Senkovskíj var allsendis ófeiminn við að spinna djarfar
kenningar upp úr þeim efniviði sem rak á hans fjörur. Hann taldi
Rússa orðna til úr samruna norrænna, finnskra og slavneskra
þjóða, en ólíkt flestum normannistum öðrum áleit hann slava
hafa verið á hærra menningarstigi en Væringja þegar fundum
þeirra bar saman. Slavar hafi hins vegar verið orðnir spilltir og
dasaðir af velmegun og kaupskap og því ekki nennt að berjast
sjálfir en fengið til þess norræna menn, sem síðan hresstu hinar
slavnesku þjóðir við með garpskap sínum og „hetjuuppeldi".25
Hitt skiptir meira máli, að Senkovskíj auðnaðist með kappi sínu
og ákefð að vekja mikla athygli á arfinum norræna og um leið
tókst þeim Sabínin að koma því inn hjá Rússum, að gera þurfi
mun á norðrinu yfirleitt (eða Skandinavíu) og Islandi. Það er ekki
síst þeim að þakka að farið er í vaxandi mæli að tala um íslenskar
fornbókmenntir og íslenska sérstöðu þar eystra. Senkovskíj legg-
ur í áðurnefndri grein, Skandinavskíje sagi, mikla áherslu á að
„tunga Rússa, Norðmanna og líklega allra fornra Skandínava
varðveittist á Islandi“. Við átök um konungsvald á níundu öld,
segir hann, tóku þeir sig upp:
sem öðrum fremur voru tryggir fornri trú og skáldlegum hefðum Skand-
inavíu og settust að á eynni Islandi og stofnuðu þar Lýðveldi sem síðar
stóð með blóma í nokkrar aldir. Með þeim hætti bjargaðist hin forna
Skandinavía, með sinni tungu, sínum fræðum og bókmenntum, undan
áhlaupi nýrra hugtaka og nýrrar skipunar, og á snævi þaktri eyju, við
rætur logandi eldfjalls, lifði hún þar lengi síðan.26
24 Dmokhovskaja, bls. 185.
25 Biblíoteka dlja tsjtenija I (1834), bls. 23-25.
26 Sama rit, bls. 41-42.