Skírnir - 01.09.1995, Page 173
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
443
fjalla um samtímann, en þetta fær þó að fylgja með um Reykja-
vík:
í þessari höfuðborg eru 700 íbúar en í bókasafni hennar átta þúsund
bækur og hún á sér meira að segja tvö tímarit, eitt klassískt, annað róm-
antískt, nokkra skóla, bókmenntafélag og háskóla með fjörutíu stúdent-
um.
Senkovskíj gerir Besstaðaskóla (sem er í „höll sem landstjórinn
fyrrum notaði“) að háskóla; það er eftir öðru í ýkjustíl hans og
óskhyggju, og um leið tengt því að hann hefur sjálfur ekki komið
til Islands eins og sá klóki Fransmaður Marmier sem veit að
„Frakkar geta margt af öðrum þjóðum lært“.29
I endursögn Senkovskíjs á Marmier má finna innskot frá hans
hendi um nauðsyn þess að læra íslensku, sem hann telur „marg-
falt nytsamlegri en sanskrít". Hann bætir við að það sé tiltölulega
auðvelt verk fyrir þá sem kunna þýsku og ensku:
nokkrir mánuðir nægja til að kynnast rækilega einu þeirra tungumála
sem fegurst eru. Þú munt undrast málfræðileg form þessarar tungu,
hreina og beina og djarflega framvindu hennar, möguleika hennar á að
tjá fínlegustu blæbrigði hugsunarinnar og áherslur hennar, ánægjulegar
og hljómmiklar.30
Senkovskíj kann svo sannarlega þá list að auglýsa, og ekki er séra
Sabínin honum síðri. I formála sínum að Grammatíka íslands-
kogo jazyka slær hann því föstu að „á okkar tímum er engin þörf
á því að tala um nytsemi íslenskrar tungu - á henni eru til fjöl-
breytilegar bókmenntir“ sem hann telur lærdómsríkar á margan
hátt. Sabínin er blátt áfram ástfanginn af íslenskri tungu sem
slíkri, hún sé í senn „frábærlega auðug og einstaklega hljómfög-
ur“.31 Líkt og Rasmus Kristján Rask dáist hann mjög að því hve
mörg orð íslenskan á yfir einstaka hluti og fyrirbæri en þó mest
að þeim „hreinleika og frumleika“ sem geri hana flestum öðrum
tungumálum eftirsóknarverðari. Frumleikinn kemur fram í
29 Biblíoteka dlja tsjtem'ja XXIV (1837), bls. 97-98.
30 Sama rit, bls. 150.
31 S. Sabínin: Grammatíka íslandskogo jazyka. Sankt-Peterbúrg 1849, bls. IV.