Skírnir - 01.09.1995, Page 174
444
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
orðmyndun og nýyrðasmíð sem séra Sabínin finnst mikið til
koma. Hann nefnir til orð eins og ríkisstjórn, mdlstofa, guðspjall,
orðfœri, og segir að alþjóðleg fræðiorð úr grísku og latínu eins og
fysíka og fílosófía séu löngu orðin að dauðum hljómi í þeim mál-
um sem við þeim tóku. Islensk orð eins og eðlisfrœði séu hinsveg-
ar hverju mannsbarni lifandi og gagnsæ. Þessa aðdáun á íslenskri
orðasmíði má reyndar tengja því, að mörgum Rússum hefur fyrr
og síðar fundist að rússnesk tunga hafi allt frá dögum Péturs
mikla verið full opin fyrir erlendum tökuorðum. Ný fyrirbæri
gengu með frönskum, hollenskum og þýskum heitum sínum
beint inn í málið, sjaldan var reynt að finna þeim slavneskt orð -
og ef það var gert reyndist það oftar en ekki unnið fyrir gýg:
slovésnost (bókmenntir, dregið af slovo = orð) tókst t.d. ekki að
ryðja burt orðinu literatúra.
Séra Sabínin finnst meira að segja ástæða til að reyna að færa
sönnur á að íslenska sé „mun hljómfegurri en þýska“. Til dæmis
sé íslenska laus við „óviðkunnanleg blísturshljóð eins og ch, sch
og tsch“ sem og „grófa tvíhljóða og samhljóðabendur“ eins og í
orðunum reiten og Streit - þá er mönnum, segir hann, betra í
munni að bera fram á íslensku orðin ríða og stríðl32
Þessir kappsömu menn, Senkovskíj og Sabínin, gera tvennt í
senn: viðhalda hinum „skáldlegu" hugmyndum um Island og
færa þær um leið ögn nær samtímaveruleika. Þeir vilja helst að
aðrir fylgi fordæmi þeirra og geri íslenska tungu að einu þeirra
fornmála sem menntaðir menn telja sér sóma í að kunna (þótt
vitaskuld detti engum í hug að hún megni að hagga stöðu grísku
og latínu í skólakerfinu). Þeir komu Islandi með tryggari hætti en
áður á heimskort sæmilega upplýstra Rússa - en heldur ekki
meir. Reyndar var Sabínin einum of seint á ferð með rit sitt um
íslenska málfræði árið 1849. Frá því um 1840 fer áhuginn á forn-
um fræðum, norrænum sem rússneskum, þverrandi í Moskvu og
Pétursborg. I rússneskum bókmenntum er rómantíkin með
áhuga sínum á því hetjulega, dularfulla og fjarlæga á undanhaldi
fyrir raunsæislegri skoðun samtímans. I pólitískri umræðu færist
aukin harka í deilur um það, hve stóran skammt af vestrænum
32 Sama rit, bls . VI.