Skírnir - 01.09.1995, Page 177
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
447
novítsj segir hins vegar: „Er ég ekki kappi djarfur? Og samt segir
hin rússneska mær mér að hypja mig heim.“ Frá rómantíska tím-
anum er kvæði Batjúshkovs einna þekktast. Síðustu línur þess
hljóða svo:
Til nokkurs vér gengum í orustu grimma
og hafið sem landið lúta nú oss.
En hin rússneska mær fyrirlítur Harald.
Ballaða A. K. Tolstojs, Pésnja o Garalde íJaroslavné (Kvæðið
um Harald og dóttur Jarisleifs) er alllangt, 23 erindi. Áherslur eru
þar allt aðrar en í túlkun fyrri skálda á þessu efni: hetjan vinnur
afrek sín einungis til þess að krafbirting ástarinnar fái sem best
notið sín. Hér er Haraldur að sönnu hermaður mikill en þó
miklu heldur tárvotur riddari sem þarf að vinna sér rétt til „la
belle dame sans merci“ sem hann hefur ofurást á. I upphafi kvæð-
is ríður Haraldur frá Kænugarði og stynur þungan því dóttir
Jarisleifs hefur hryggbrotið hann. Hann leggst í víking og virðist
ætla að hefna sín á öllum heiminum fyrir hryggbrotið: „Þeir
munu finna þunga axar minnar“, segir hann, og þegar „skip
bresta fyrir exi hans / saknar hjartað Kænugarðs". I tíunda erindi
er Haraldur kominn aftur til Kænugarðs og endurnýjar bónorð
sitt: hann hefur „drekkhlaðið skip sitt perlum“ og „má nú hvergi
frægari mann finna“ - enda gengur hér eftir allt sem í ævintýri.
Síðustu sjö erindin lýsa miklum fögnuði í Noregi þegar konungs-
hjónin koma heim sem og því, að Haraldur játar að allt vald og
allan auð hafi hann unnið til þess eins að flétta í sveig handa þér,
„stjarnan mín, dóttir Jarisleifs".
Onnur ballaða Tolstojs, Trí poboísha (Þrjár orustur) blandar
saman efni úr Heimskringlu. og rússneskum annálum. Konur
dreymir illa - Ellisif Jarisleifsdóttur í Noregi, Gyðu Haraldsdótt-
ur (Guðinasonar) í Kænugarði og mágkonu hennar, rússneska
knjagínu - því háski mikill er búinn eiginmönnum þeirra og feðr-
um. Hrafnar hafa þó oftar orðið í kvæðinu, þeir fljúga saman úr
ýmsum áttum og hrósa þeirri veislu sem þeir hafa haft í valnum:
Einn kemur frá Jórvík, hann var við Stanfurðubryggjur þegar
Haraldur harðráði féll fyrir nafna sínum Guðinasyni og „kropp-