Skírnir - 01.09.1995, Page 183
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
453
en aðrir við „kristna ofstækismenn sem útrýmdu miskunnarlaust
öllum þjóðlegum heiðnum bókmenntum" hjá þeim germönsku
kynkvíslum sem þeir náðu til.43 Þessi andkristna upphafning
heiðninnar fer saman við aðdáun á því sterka lífi sem Svírídenko
telur sig finna í Eddu; þar er, segir hún, lýst heimi „heilbrigðs
þróttar, voldugra ástríðna, skapandi vilja og hugrekkis".44 Gömul
og ný víkingarómantík hefur hér runnið saman við hugmyndir
frá Nietzsche, að því er best verður séð.
Formálar þeirra Syromjatnikovs og Svírídenkos eru mjög
samstíga því sem algengt verður í öðrum skrifum rússneskra höf-
unda um norðrið þegar það komst aftur í tísku um síðustu alda-
mót. Fræðimenn og skáld tengja ekki norræn fræði og stef við
réttlætingarþarfir rússneska ríkisins eins og gert var við upphaf
Væringjadeilna um 1800. I Bretlandi Viktoríutímans sem og í
Þýskalandi Vilhjálms og Bismarcks var einatt látið sem breska
heimsveldið eða sameinað Þýskaland væru reist á gildum og garp-
skap forfeðra og ættingja úr víkingaheimi.45 Pólitískar tilraunir í
þá veru voru ekki lengur reyndar í Rússlandi. En norðrið - og þá
Island - fékk áfram að vera tákn og ímynd stærra, mikilfenglegra
og kynngimagnaðra lífs en menn þekktu, vettvangur þar sem
„voldug einstaklingshyggja" (Svírídenko) krafðist þess að menn
sönnuðu verðleika sína með dirfsku, æðruleysi og skáldskap.
Timi minn er tími víkinga
Hinn norræni heimur getur orðið rússnesku skáldi að einskonar
lífsbjörg þegar grár hvunndagsleikinn þjarmar að því. Rétt um
aldamót orti æðsti prestur rússneska symbólismans, Valeríj Brjús-
ov (1873-1924), kvæði sem hefst á umkvörtun: „Við erum ekki
vanir sterkum litum“. Við sitjum í bókaryki, sjálfumglaðir í
vesældómi okkar, yfir hverri ljóðlínu sem til fellur. Frá þessu
dáðleysi vill skáldið slíta sig með afdráttarlausum hætti:
43 Sama rit, bls. 4.
44 Sama rit, bls. 15.
45 Andrew Wawn, bls. 246.