Skírnir - 01.09.1995, Page 184
454
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
Hvað dreymir mig - öskur tryllt.
Hvað stendur mér næst - blóð og stríð.
Bræður mínir eru drottnarar Norðursins.
Tími minn er tími víkinga.
í löngum bálki, Tsarjú Sévernogo poljúsa (Til konungs Norður-
pólsins), lætur Brjúsov Eirík rauða og Friðþjóf Nansen heim-
skautakönnuð mætast á eilífri hetjuöld sægarpa. Af þeim „óðu og
djörfu sem sóttu lengra en komist verði“ fóru og fara þær sögur
sem „láta blítt við þann sem finnst þröngt hér inni“.
Annar frægur symbólisti, Konstantín Balmont (1867-1942),
orti um svipað leyti kvæðið Islandíja. Þar reka björg og ógnarleg-
ir klettar, hraun, jöklar, hverir og ólgusjór hvert annað í kaldri
birtu yfir ljóðlínurnar þar til kemur að „gleymdum skáldum":
Þormóður, Sigurður, Gunnar og Snorri
þessir sjávarins frændur með járnköld nöfn
sóttu feiknstafi galdurs til frjálsra vinda
festu í drápur og sigldu í höfn.
I hendingum römmum vér heyrum ennþá
hafrót og gný frá svörtum sandi
þar æpa fuglar úr firna-hæðum,
fuglar frá frjálsu og dauðu landi.
Mikið af „norræna" kveðskapnum er í þessum anda. Safnað er
saman flestu því sem gefur til kynna grimma og annarlega nátt-
úru, hún er byggð görpum og guðum úr forneskju - ellegar er
hún land dauðans, tákn hinna ystu endimarka jarðar og tilveru.
Gamall víkingur stendur á sjávarhömrum og þykir illt að vera
eftir skilinn þegar aðrir berja á Skrælingjum (Brjúsov: Staryj
viking). Óðinn stendur á öðrum kletti með Hugin á öxl, „fornari
en heimur sjálfur" (í. Búnín: Odin). Skáld hlakkar til veislugleði í
Valhöll: „Ég drekk mjöð úr hauskúpu og þú, Helga, svífur sem
valkyrja yfir mér“ (N. Gúmíljov: Olga). Alloft er þetta norður-
góss líkast safni frosinna mynda, sem neita að vakna til lífsns
hversu mjög sem skáldin treysta á þær til sterkra áhrifa.