Skírnir - 01.09.1995, Page 185
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
455
Stundum fer meðferð þessa efnis afar nálægt gömlum róman-
tískum hetjudýrkunarformúlum. Gott dæmi er saga eftir Maxím
Gorkíj frá 1895, Vosvrasheníje normannov íz Anglíí (Normannar
snúa heim frá Englandi). Gorkíj hóf feril sinn með hárómantísk-
um sögum af fágætum persónum, hamslausum og siðblindum í
banvænum ástríðum sínum. Það fólk fann hann meðal sígauna,
berfætlinga og annarra utangarðsmanna. Og meðal víkinga, sem í
nefndri sögu sigla mikinn heim eftir ránsferð til Englands, kneyf-
andi mjöð og kyrjandi drápur. Þeir taka herteknar meyjar
frillutaki, en ein þeirra er vís til að hefna sín með því að sökkva
skipinu með garp læstan í faðmlögum og er svo tilkomumikill
dauði öfundsverður hverjum sem söguna heyrir.46
Norðurtískan verður á þessu skeiði hluti af þeirri andúð á
„lágum" realisma og hvers konar „smáborgaraskap" í lífsviðhorf-
um sem er ríkjandi meðal rússneskra skálda og menntamanna.
Hún finnur sér stað innan um ofurmennishugsjón, ættaða frá
Nietzsche, sjálfsupphafningu, hetjudýrkun og dauðaþrá nýróm-
antískra skálda og symbólista, þá dulhyggju sem leitar hins fá-
gæta og skapar því táknræna merkingu: heimurinn er ekki allur
sem hann er séður.
Um leið er þess að gæta, að bæði um 1800 og 1900 er norður-
tískan tengd viðleitni til endurnýjunar. Skáld reyna að brjótast út
úr hefð, fyrst undan ofríki grísk-rómversks sagna- og mynd-
heims, síðar undan hófstilltri rússneskri náttúruljóðrænu og af-
stöðuskáldskap. I viðleitni til að komast út fyrir ofnotaða sam-
nefnara í skáldskaparmáli geta skáldin lent í nýjum endurtekning-
um; hið fágæta (t.d. víkingaheimurinn) getur breyst í líflausa
klisju eins og hvað annað. Gegn því vinnur krafan um frumleika,
sem uppi er um aldamótin bæði. Og það er hún sem vinnur á:
skáldskapargóssið norræna er ekki fast og bundið til lengdar. Eft-
ir því sem á líður vinna skáldin úr því ípersónulegri hátt.
Ivan Búnín (1870-1953) er þekktastur fyrir raunsæislegar
skáldsögur, fyrir þær hlaut hann Nóbelsverðlaun árið 1933.
Hann var einnig allgott ljóðskáld og orti á annan tug norður-
46 M. Gorkíj. Polnoje sobraníje sotsjíneníj II. Moskva 1962, bls 304-309.