Skírnir - 01.09.1995, Page 188
458
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
varúlfum en mönnum. Þeir beita svívirðilegum brögðum göfugan
írskan konungsson, kristinn friðarvin og skáld. Hann heitir
Gondla og hefur verið í fóstri hjá konungi Islands, sem ætlar að
gefa honum dóttur sína Leru og koma þar með á bandalagi ís-
lendinga og Ira - gegn Norðmönnum, Skotum og Skrælingjum!
Hér kennir margra grasa, en tvífaraminni er notað til að reka sög-
una áfram. Svanurinn góði, Gondla, og úlfurinn illi, Lagi, sem
nær Leru undir sig með fólsku og dirfsku, eru andstæður en þó
eins og spegilmynd hvor annars. I Leru búa tvær konur: Lera
dagsins sem er grimm íslensk valkyrja og Laík næturinnar, blíð
og góð dóttir írskrar móður (Melkorkuminni?). Fróðlegast er þó
að fylgjast með því, hvernig Gúmíljov rekur sig frá einstökum
brotum úr heimi Islendingasagna til þeirrar meginhugsunar
verksins að skáldskapurinn einn geti vísað veg til betri tíma.
Lagi skorar Gondla á hólm, en Gondla er krypplingur og
veldur ekki sverði. Hann minnir á að Egill víkingur hafi leyst
höfuð sitt með kvæði og vill fara að dæmi hans:
Fáið mér hörpu - svana-sögur
mun ég syngja um ætt mína og óðal
en ef Lagi kann kvæði jafngóð
líf mitt þið eigið og æru.
Fáið mér hörpu - þá hverfur
níðið sem nætur-þoka
fyrir dýrlegum flaumi
fleygra söngva úr suðri.
Höfuðlausn Gondlu skal vera einvígi andans - í skáldskap.
„Söngvar úr suðri“ eru ekki aðeins betri kvæði en Lagi kann, þau
eru kristinn boðskapur sem flæmir burt hatur og níð. Skáldið
góða ferst vegna ranglætis og grimmdar víkinga, en dauði þess er
um leið fórnardauði sem sættir sverðið og krossinn. Gondla er sá
sem með fordæmi sínu gerir villta heiðingja að mönnum: „Ég er
það gjald sem Kristur greiðir / til að einnig úlfar verði frjálsir."
Og hafa Islendingar að vísu tekið kristni áður en tjaldið fellur.
Gúmíljov, aðdáandi lífsháskans, fagnaði því að vera kvaddur
undir vopn 1914, enda þóttist hann heyra Guðs raust í ófriðar-