Skírnir - 01.09.1995, Page 189
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
459
gnýnum. En þegar Gondla kemur út árið 1917 er hann orðinn
þreyttur á fáránlegri grimmd stríðsins. Gondla, skáld með hörpu
eina að vopni, umkringdur grimmum úlfum, er tákn og ímynd
Gúmíljovs sjálfs og um leið skálda samtímans, fórn hans lýsir
þeirri von að hægt sé að stíga út fyrir vítahring blóðbaðsins og
endurheimta um leið mikilleik skáldskaparins og áhrif hans á
mennska kind. Ljóðaleikurinn var sýndur í Pétursborg snemma
árs 1922, hálfu ári eftir að Gúmíljov var tekinn af lífi fyrir meinta
aðild að andbyltingarstarfsemi, en verkið var fljótlega bannað af
ótta við að áhorfendur sæju í „mikilleik og dauða Gondlu [...]
sálumessu yfir skáldinu sem varð herskárri villimennsku að
bráð“.49
Ogþriðja bylgjan reis
Byltingarárið 1917 er mikið um að vera í norrænum skáldskapar-
málum í Pétursborg. Brjúsov nýbúinn að yrkja um Ragnarök og
„Ultima Thule“ (Island) þar sem allar óskir eru horfnar því þar er
ekkert lengur til „nema það sem var“. Þýðingar Svírídenkos á
goðakvæðum Eddu koma út, Gondla sömuleiðis - meira að segja
höfundur sósíalrealismans, Maxím Gorkíj, hripar niður drög að
víkingaleikriti, nokkuð í anda áður nefndrar sögu hans frá 1895.50
En byltingin breytir öllu, hún slítur sundur þráð sem spunninn
hafði verið í 130 ár. Gorkíj sneri sér að pólitískum vandkvæðum
samtímans, Brjúsov gekk í Kommúnistaflokkinn, Balmont og
Búnín flúðu í útlegð, Gúmíljov var tekinn af lífi, síðara bindi
Edduþýðinga (hetjukvæðin) Svírídenkos kom aldrei út. Nú hófst
saga Sovétríkjanna - þar með var norðurtískan orðin að óþörfu
forneskjutauti eða skaðlegri sérvisku. Hvað komu Eddur og sög-
ur eða smáþjóðasérkenni við þeirri kynslóð Rússa sem ætlaði að
skapa nýjan heim með kommúnisma og rafvæðingu?
Norræn fræði áttu ekki síst erfitt uppdráttar á þeim tíma
þegar Sovétríki Stalíns brugðust við þýskum nasistaáróðri um
49 N. Gúmíljov: Dramatítsjeskíje proízvedéníja. Leníngrad 1990, bls. 36.
50 Drög þessi er að finna í útgáfu á skjalasafni Gorkíjs: Arkhív A. M. Gorkogo
VI. Moskva 1957.