Skírnir - 01.09.1995, Page 191
SKÍRNIR
NIÐJAR ÓÐINS, HETJUR OG SKÁLD
461
samtíð. íslensk fræði komast til meiri þroska en nokkru sinni fyrr
í Rússlandi með starfi M. I. Steblíns-Kamenskíjs og lærisveina
hans.521 ritum hans er höfuðáhersla á það lögð að fornar íslensk-
ar bókmenntir gefi heiminum tækifæri til að skoða ákveðið þró-
unarstig bókmennta (þegar „höfundurinn" er að verða til) sem
ekki sé að finna jafn skýr dæmi um annarsstaðar í heiminum.
Fræðimenn og aðrir sem um Island skrifa á síðari hluta sovéttím-
ans sýna og sterka viðleitni til þess að lýsa íslenskri menningu og
þjóðlífi samtímans sem beinni og óbeinni afleiðingu af því að
bókmenntir, fornar og nýjar, hafi um aldir mótað allt mannlíf á
Islandi. Islenskar samtímabókmenntir, og þá ekki síst verk Hall-
dórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar, eru skoðaðar innan þessa
öfluga „samhengis í íslenskum bókmenntum".53 Um leið gerast á
stundum þau pólitísku undur, að menningarleg sérstaða Islands
er höfð til þess að taka íslenskt samfélag nútímans út úr pólitískri
nauðhyggju kalda stríðsins, gera það að einskonar útópísku at-
hvarfi undir himingeimnum, að landi skáldskaparins sem er að
nokkru leyti utan og ofan við tvískiptingu heimsins í austur og
vestur, gott og illt. Er af þessum málum mikil saga og fróðleg sem
ekki verður rakin lengra að sinni.
52 Frá árinu 1956 hafa komið út undir ritstjórn og í þýðingu Steblins-Kamenskíj
og samstarfsmanna hans við háskólann í Leníngrad útgáfur á öllum helstu ís-
lendingasögum, Snorra-Eddu og Heimskringlu, ný þýðing á Eddukvæðum,
þýðingar á úrvali úr dróttkvæðum kveðskap. Einnig hefur Steblin-Kamenskíj
skrifað merk fræðirit á borð við Mír sagi (Heimur íslendingasagna, 1971),
Drévne-skandínavskaja líteratúra (Fornar norrænar bókmenntir, 1979) og
Stanovleníje líteratúry (Bókmenntir verða til, 1984).
53 Sjá M. I. Steblín-Kamenskíj: Kúltúra Islandíí. Leníngrad 1967; N. Krymova
og A. Pogodín: Halldor Laxness - zhízn í tvortsjestvo. Moskva 1970; G. Físh:
Otshélnik Atlantíki. Moskva 1964.