Skírnir - 01.09.1995, Síða 192
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
Um Plótínos og verk hans
PLÓTÍNOS, HÖFUNDUR RITGERÐAR þeirrar um fegurðina sem hér
birtist, var uppi á þriðju öld e. Kr. Óvíst er um uppruna hans,
þótt líkur bendi til að hann sé fæddur í Egyptalandi. Menntun
sína hlaut hann alltént í Alexandríu, einhverri mestu menningar-
borg þessa tíma. Um fertugt fluttist Plótínos til Rómaborgar og
stofnaði þar skóla. Ritgerðir þær sem hann skildi eftir sig og rit-
aðar eru á grísku virðast sprottnar beint úr málstofum sem hann
hélt í skóla sínum.
Plótínos eftirlét nemanda sínum, Porfýríosi, að búa ritgerð-
irnar til útgáfu, og byggjast allar síðari tíma útgáfur á henni. Por-
fýríos flokkaði ritgerðirnar eftir efni og skipti þeim í sex hluta
sem innihalda níu ritgerðir hver. Hver þessara sex hluta nefnist
Níund (Enneas). Þannig höfum við sex Níundir með níu ritgerð-
um, fimmtíu og fjórum alls. Tölspekilegar ástæður lágu að baki
þessari tölu - fimmtíu og fjórir eru 3^ x 2, en tveir og þrír og
veldi af þeim voru helgar tölur í grískri talnaspeki. Einatt er vísað
til ritgerða Plótínosar eftir Níund og stað innan Níundar. Þannig
er ritgerðin sem hér birtist I. 6., það er að segja fyrsta Ntund,
sjötta ritgerð.
Porfýríos skeytti framan við útgáfu sína Ævi Plótínosar, þar
sem hann segir frá lífi læriföður síns, kennslu og ritstörfum, auk
þess sem hann gerir grein fyrir útgáfu sinni. Þetta verk er ekki að-
eins ómetanleg heimild um Plótínos, heldur almennt um heim-
spekinga og menntalíf á þessum tíma. Af Ævi Plótínosar má ráða
að bæði kennsla hans og rit hafi þótt óvenjuleg. Grípum niður í
frásögn Porfýríosar af kennslunni:
Eitt sinn spurði ég, Porfýríos, hann út úr í þrjá daga um hvernig sam-
bandi sálarinnar við líkamann væri háttað, og hann hélt áfram að út-
skýra. Maður nokkur, Þámasíos að nafni, sem hafði áhuga á almennum
fyrirlestri, kom þar að. Hann kvaðst óska að heyra Plótínos flytja efni til
Skímir, 169. ár (haust 1995)