Skírnir - 01.09.1995, Síða 198
468
PLÓTÍNOS
SKÍRNIR
2. Við skulum því taka málið upp að nýju og segja í hverju
fegurð líkama felist helst. Hún er eitthvað sem við nemum jafnvel
við fyrstu sýn og sálin talar um það líkt og hún skilji það og ber
kennsl á það, veitir því viðtöku og eins og stillir sig eftir því. Er
hún á hinn bóginn rekst á hið ljóta hörfar hún, hafnar því og snýr
sér undan, því hún hljómar ekki saman við það og það er henni
framandlegt. Við segjum að þar eð eðli sálarinnar er slíkt sem það
er og hún fylgir eftir æðri veru á sviði hins raunverulega,5 fagni
hún og æsist upp og hverfi aftur til sjálfrar sín, þegar hún sér eitt-
hvað sömu ættar eða spor þess, og minnist sjálfrar sín og þess sem
er hennar. Hvaða líkindi eru nú með fögrum hlutum hér og efra?6
Segjum að ef það eru líkindi, þá séu þeir líkir. En hvernig geta
bæði hið efra og þessir hlutir hér verið fagrir? Við segjum að
fagrir hlutir hér séu fagrir vegna hlutdeildar í formi. Því allt form-
laust sem fallið er til að taka á sig lag og form er ljótt og utan
guðlegrar reglu,7 svo lengi sem það á enga hlutdeild í reglu og
formi. Þetta er hinn algeri ljótleiki.8 En það er einnig ljótt sem
form og regla hafa ekki náð valdi á, þar sem efnið hefur ekki látið
undan og tekið á sig mót samkvæmt forminu. Formið kemur sem
sagt til þess sem á að verða eitt úr mörgu, setur það saman, skipar
því niður og skapar úr því eina samvirka heild og gæðir það ein-
ingu með samsvörun þátta sinna. Fyrst það var sjálft eitt, hlýtur
það sem mótað er að vera eitt að svo miklu leyti sem því er það
unnt, verandi úr mörgu. Fegurðin trónir sem sagt yfir efninu,
þegar búið er að hneppa það í einingu, og hún gefur sjálfa sig
bæði einstökum hlutum og heildinni. Þegar hún hefur náð taki á
5 Sjá nmgr. 26 hér að neðan.
6 „Efra“ og „neðra" í samböndum sem þessu er hreint líkingamál sem Plótínos
annars staðar varar við að taka of bókstaflega, sbr. VI. 5. 8.
7 „Regla“ = logos. Orðið logos á grísku hefur breitt merkingarsvið svo að það
verður vart þýtt með neinu einu orði á önnur mál. Það getur til dæmis merkt
„orð“, „tungumál", „skynsemi“, „regla“. Fyrir Grikkjum voru þetta ugglaust
tilbrigði eins og sama hugtaks. Hér í þessari ritgerð er logos oftast hálftækni-
legt hugtak og merkir þá reglu eða „forrit“ sem stýrir náttúrunni og einstök-
um hlutum hennar. Hér er því notað orðið regla, og er lesendum bent á að
hafa í huga bæði merkingu orðsins „regla“ eins og í sambandinu „hér er regla
á hlutunum" og eins merkinguna „boð“. - Textinn hér skírskotar til Tímaíosar
50 D.
8 Sbr. Aristóteles, Um tilurð dýra 769bl2 og 770bl6-17.