Skírnir - 01.09.1995, Page 200
470
PLÓTÍNOS
SKÍRNIR
sem skortir styrk veitir daufa birtu og er ekki lengur fagur, þar
sem hann á ekki fulla hlutdeild í formi litarins. Hvað viðvíkur
samhljómum sem birtast í tónum, þá eru það óskynjanlegir sam-
hljómar sem skapa hina skynjanlegu og valda þannig vitund um
fegurð í sálinni með því að sýna hið sama í öðrum miðli. Því er
hinum skynjanlegu eiginlegt að vera mældir í tölum, ekki sam-
kvæmt hvaða reglu sem er heldur reglu sem lýtur því markmiði
að skapa máttugt form.
Látum þetta nægja um skynjanlega fegurð, sem er svipir og
eins og strokuskuggar sem hafna í efninu og fegra það svo okkur
bregður við er þeir birtast.
4. Fegurð hins efra - fegurð sem skilningarvitunum er ekki
lengur gefið að nema og sálin sér og ræðir um án skynfæra -
verðum við að klífa til að sjá, og skilja skynjunina eftir neðra.
Eins og sá sem hefur aldrei séð skynjanlega fegurð eða meðtekið
hana sem fegurð er ófær um að lýsa henni, til dæmis þeir sem
fæddir eru blindir, þannig geta þeir einir sem veitt hafa fögrum
lífsháttum viðtöku rætt um fagra lífshætti og eins um vísindi og
fegurð annars af því tagi.10 Og ekki geta þeir talað um „ljóma
dygðarinnar“n sem aldrei hafa svo mikið sem ímyndað sér
hversu fögur „ásjóna réttlætis“12 og hófstillingar er: „Hvorki
morgunstjarnan né kvöldstjarnan eru svo fagrar.“13 En þeir hljóta
að vera til sem sjá þessa fegurð með því sem sálin sér þvílíka hluti,
og við að sjá hana gleðjast þeir og eru snortnir og langtum heill-
aðri en af þeirri fegurð sem við ræddum fyrr, þar eð nú er það
sönn fegurð sem þeir komast í snertingu við.14 Oll fegurð hlýtur
að vekja með manni þessar geðshræringar: undrun og ljúft felmt-
ur, löngun, ástríðu og unaðsfullt uppnám. Einnig hin ósýnilega
fegurð vekur þessar geðshræringar og að heita má allar sálir reyna
þær, en hinar ásthneigðari þó meir en hinar: eins og allir sjá
10 Sbr. Platon, Samdrykkjan 210 C.
11 Platon, Faídros 250 B.
12 Sbr. Evripídes, Melanippa, brot 486 hjá Aristótelesi, Siðfrœði Níkomakkosar
1129b28-29.
13 Sama.
14 Sbr. Platon, Samdrykkjan 212 A.